Íþróttir

Stofu Stólarnir komnir í stellingarnar

Ekki virtist vanta í heiminn fleiri körfubolta-poddköst en svo fór stuðningsmönnum Tindastóls að berast vinabeiðnir í vikunni frá Stofu Stólunum. Fyrsta útsending var einskonar poddkasts- og Skype-fundarblanda sem Feykir ætlar ekki að skilgreina nánar. Í fyrstu útsendingu mátti sjá glerharðan stuðningsmann Stólanna úr Hlíðahverfi borgar óttans, Eika Hilmis, og flauelstenór TindastólsTV, Eystein Guðbrandsson, ræða mikilvæg körfumál og skella í andlit áhorfenda óritskoðuðum spám fyrir veturinn. Feykir reyndi að setja sig í samband við höfuðpaurinn.
Meira

Til hamingju Stólastúlkur!

Lið Tindastóls og ÍA mættust í Akraneshöllinni nú undir kvöld í 17. umferð Lengjudeildarinnar. Stólastúlkur höfðu þegar tryggt sér sæti í efstu deild og lið ÍA var komið á lygnan sjó eftir basl í sumar. Eitt hékk þó eftir á spýtunni hjá liði Tindastóls en það var Lengjudeildarmeistaratitillinn. Það fór vel á því að Meistari-Mur tryggði toppsætið með enn einni meistaraþrennunni. Lokatölur voru 2-4 fyrir Tindastól eftir fjörugan leik.
Meira

Boltinn í dag og um helgina

Ótrúlegt en satt þá verður spilaður fótbolti og körfubolti í dag og um helgina. Kvennalið Tindastóls spilar á Akranesi í dag en leiknum var flýtt, átti að fara fram á morgun en hefst semsagt kl. 17:30 í dag í Akraneshöllinni. Með sigri verða Stólastúlkur meistarar í Lengjudeildinni sem sannarlega væri einstakur árangur í knattspyrnusögu Ungmennafélagsins Tindastóls.
Meira

ÍR-ingar seigir á endasprettinum

Fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls í Dominos-deildinni fór fram í gær en ríflega 200 áhorfendur mættu galvaskir í Síkið og fengu hörkuleik þó úrslitin hafi verið fæstum að skapi. Jaka Brodnik var fjarri góðu gamni sökum meiðsla í liði Tindastóls og munaði um minna en það var þó helst skotnýtingin sem kom niður á Stólunum. Þannig skoraði Sigvaldi Eggerts í liði gestanna fleiri 3ja stiga körfur en allt lið Tindastóls til samans en kappinn setti fimm þrista og var sennilega þessi x-factor sem stundum þarf til að vinna leiki. Leikurinn var spennandi fram á síðustu sekúndu en Breiðhyltingarnir höfðu betur, lokatölur 83-87.
Meira

Skellur hjá þunnskipuðum Tindastólsmönnum

Norðanmenn sóttu ekki gullið suður yfir heiðar í gær. Húnvetningar fengu á sig sjö mörk gegn b-liði FH og lið Tindastóls þurfti að hirða boltann fimm sinnum úr netinu gegn b-liði KR í Vesturbænum. Stólarnir náðu forystunni gegn liði KV en heimamenn voru komnir yfir fyrir hlé og kláruðu dæmið síðan í síðari hálfleik. Nú þurfa Tindastólsmenn að fara að klína nokkrum stigum á töfluna ef þeir ætla ekki að sogast niður í fallbaráttu á síðustu metrum keppninnar í 3. deildinni.
Meira

Við erum með gott lið og ætlum að vinna þetta í ár

Í kvöld fer Dominos-deild karla í körfubolta af stað og fær Tindastóll lið ÍR í heimsókn en þessi lið hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Feykir hafði samband við Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, en hann segir að tímabilið framundan leggist vel í sig. „Það er í sjálfu sér lítið sem kemur mér á óvart. Mörg góð lið og þetta verður gaman,“ segir Baldur aðspurður um Dominos-deildina í vetur.
Meira

Bjarki stoltur af strákunum þrátt fyrir skell í Hafnarfirði

Síðari leikirnir í undanúrslitum 4. deildar fóru fram í gær og þar voru Húnvetningar með lið í eldlínunni. Kormákur/Hvöt sótti lið ÍH heim í Skessuna í Hafnarfirði. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna á Blönduósi um liðna helgi þurftu bæði lið að sækja til sigurs og tryggja þannig sæti í 3. deild að ári. Því miður voru Hafnfirðingarnir í banastuði og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum. Lokatölur voru 7-1 og okkar menn því áfram í 4. deild.
Meira

Liði Tindastóls spáð einu af toppsætunum

Stólastúlkur fóru af stað í 1. deild kvenna um liðna helgi en nú er komið að strákunum að spretta úr spori. Annað kvöld hefst keppni í Dominos-deild karla og af því tilefni blés KKÍ til blaðamannafundar í Laugardalshöll sl. föstudag.
Meira

Jafntefli á Blönduósvelli

Fyrri leikur Kormáks/Hvatar og ÍH í undanúrslitum 4. deildar fór fram á Blönduósvelli á laugardaginn. Heimamenn hefðu helst þurft að vinna leikinn til að tryggja sér góða stöðu fyrir seinni leik liðann nk. miðvikudagskvöld í Skessuhöllinni í Hafnarfirði. Jafntefli varð hins vegar niðurstaðan þar sem liðin gerðu sitt hvort markið og einvígið því í jafnvægi.
Meira

Sama gamla góða sagan á Sauðárkróksvelli

Tindastóll fékk Haukastelpur í heimsókn á Krókinn í dag og það er skemmst frá því að segja að enn einn sigurinn vannst og enn einu sinni héldu Stólastúlkur markinu tandurhreinu. Lið gestanna má þó eiga það að það lét aðeins reyna á Amber Michel í marki Tindastóls en hún stóð fyrir sínu eins og vænta mátti. Lokatölur voru 3–0 eftir tvö mörk Tindastóls í blálokin.
Meira