Íþróttir

Skin og skúrir hjá Stólastúlkum í Síkinu um helgina

Lið Tindastóls spilaði fyrstu leiki sína í 1. deild kvenna í körfubolta á nýju tímabili í Síkinu nú um helgina. Mótherjinn í þessum tvíhöfða var lið Vestra frá Ísafirði og fór svo að heimastúlkur unnu fyrri leikinn nokkuð örugglega en þær hentu frá sér sigri í seinni leiknum sem fram fór í hádeginu í dag með hræðilegum leik í fjórða leikhluta.
Meira

Stólastúlkur fá Hauka í heimsókn í dag

Í dag, sunnudaginn 27. september, taka Stólastúlkur á móti liði Hauka úr Hafnarfirði á Kaupfélagsteppinu á Króknum. Leikurinn hefst kl. 16:00 og skiptir bæði lið máli. Haukastúlkur eiga enn möguleika (afar veikan) á að ná liði Keflavíkur sem er í öðru sæti Lengjudeildarinnar en lið Tindastóls, sem hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild, stefnir á að vinna Lengjudeildina og hefur því engan áhuga á að tapa.
Meira

Stólarnir á flökti í 3. deildinni

Stólastrákar mættu ferskir á Fylkisvöll í gærkvöldi en Árbæingarnir í liði Elliða reyndust sterkari og uppskáru 3-1 sigur. Í síðustu fimm leikjum hafa Stólarnir tapað tvisvar, gert tvö jafntefli og unnið einn leik og má því segja að hálfgert flökt sé á liðinu, eini stöðugleikinn er óstöðugleikinn. Lið Tindastóls er í miklum og jöfnum pakka um miðja deild þegar flest liðin eiga eftir að spila fjóra til fimm leiki.
Meira

Afburða leikmenn með rætur til Skagastrandar

Á vef Skagastrandar er sagt frá því að fjórir afburða leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eigi rætur að rekja til staðarins. Það eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Meira

Stólastúlkur hefja leik í 1. deildinni í körfu um helgina

Á morgun, laugardaginn 26. september, spilar kvennalið Tindastóls fyrsta leik sinn í 1. deild kvenna þetta tímabilið. Andstæðingurinn er lið Vestra frá Ísafirði og hefst leikurinn kl. 16:00 í Síkinu. „Það eru allar klárar í slaginn um helgina, smá eymsli en ekkert sem hefur áhrif,“ segir Árni Eggert Harðarson þjálfari Tindastóls.
Meira

Ótrúlega öflug liðsheild og samstaða einkenna liðið

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að kvennalið Tindastóls tryggði sér sæti í efstu deild kvennaboltans næsta sumar með því að vinna í gær sinn þrettánda sigur í Lengjudeildinni. Þar með varð ljóst að lið Keflavíkur og Hauka gætu ekki bæði komist upp fyrir lið Tindastóls í toppbaráttu deildarinnar. Aldrei fyrr í sögu Umf. Tindastóls hefur félagið átt lið í efstu deild fótboltans og því rétt að heyra aðeins í öðrum þjálfara liðsins, Guðna Þór Einarssyni, sem segir tilfinninguna í leikslok hafa verið hreint ólýsanlega.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar komið í undanúrslitin í 4. deild

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar er aftur komið í undanúrslit í úrslitakeppni 4. deildar eftir að hafa lagt Hafnfirðingana í KÁ að velli á Blönduósi í gær. Oliver Torres gerði eina mark leiksins strax á 6. mínútu og þar við sat þrátt fyrir mikla baráttu. Húnvetningarnir mæta öðru liði úr Hafnarfirði í undanúrslitum, ÍH, og verður fyrri leikur liðanna á Blönduósvelli nú á laugardaginn.
Meira

Til hamingju Stólastúlkur

Það var stór dagur í skagfirskri knattspyrnusögu í gær þegar Stólastúlkur öttu kappi við Völsung í Lengjudeild kvenna og höfðu þar bæði sigur og farmiða í efstu deild. Það er sannarlega gaman að sjá þegar íþróttamenn sem hafa lagt hart að sér bæði sem einstaklingar og heild, uppskera sem þeir sá. Og það gerðu stelpurnar okkar svo sannarlega í gær með þessu afreki. Þvílíkar fyrirmyndir!
Meira

Stólastúlkur komnar upp!

Nú rétt í þessu lauk leik Völsungs og Tindastóls í Lengjudeild kvenna en leikið var á Húsavík. Ljóst var fyrir leikinn að sigur var allt sem þurfti til að tryggja sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. Sigurinn var öruggur þrátt fyrir að stelpurnar hafi ekki átt sinn besta leik. Lokatölur 0-4 og ekkert annað að gera en að óska þessum frábæru stúlkum hjartanlega til hamingju – þær hafa gert Skagfirðinga nær og fjær stolta!
Meira

Leikurinn sýndur á Völsungur TV

Tindastólsstúlkur verða í eldlínunni í Lengjudeildinni í dag því kl. 16:15 hefst viðureign þeirra við lið Völsungs á Húsavík. Mögulega verður um að ræða einn merkilegasta leik í sögu félagins, ef hann vinnst, og því örugglega einhverjir sem hafa rennt norður í Víkina. Aðrir eiga kannski ekki heimangegnt en vildu gjarnan fylgjast með gangi mála og eftir því sem Feykir kemst næst þá verður leikur liðanna sýndur á YouTube-rásinni Völsungur TV.
Meira