Eva Rún, Fanney og Inga Sólveig skrifa undir

Fanney, Eva og Inga við undirritun samninganna í Lemon á Króknum fyrr í dag. MYND:  TINDASTÓLL
Fanney, Eva og Inga við undirritun samninganna í Lemon á Króknum fyrr í dag. MYND: TINDASTÓLL

Það er nóg að gera hjá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls þessa dagana en auk þess að ráða aðstoðarþjálfara fyrir karlaliðið var í dag samið við Ingu Sólveigu Sigurðardóttur, Fanneyju Maríu Stefánsdóttur og Evu Rún Dagsdóttur um að leika með meistaraflokki kvenna í körfubolta næsta tímabil. Þær léku allar með liði Tindastóls síðasta vetur og komu upp í gegnum yngri flokka starf Stólanna.

Allt eru þetta bráðefnilegar stúlkur. Eva Rún hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðustu tímabil þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára. Hún var að meðaltali með 9,6 stig í leik og 5,4 fráköst þrátt fyrir að vera aðeins 159 sm á hæð. Inga Sólveig, sem er 18 ára og 179 sm á hæð, tók miklum framförum síðasta vetur og var að meðaltali með 7,3 fráköst í leik og 3,8 stig. Yngst þessara stúlkna er svo Fanney María en hún er aðeins 15 ára.

Árni Eggert Harðarson, sem þjálfaði kvennalið Tindastóls síððustu tvö tímabil, er horfinn á braut en í hans stað er kominn Jan Bezica sem áður var aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls. Það verður gaman að fylgjast með stelpunum að halda áfram að bæta sig undir hans stjórn næsta vetur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir