Fótboltavöllur í dulargervi?
Herra Hundfúll er orðinn hundleiður á þessu ónýta grasi á Sauðárkróksvelli og er nú búinn að missa tölu á því hversu mörg sumur í röð hefur þurft að bíða fram á mitt sumar með að hefja tuðruspark á vellinum. Það sér hver heilvita maður að þetta náttúrulega gengur engan veginn. Það þarf að smella gervigrasi á aðalvöllinn á Króknum og það fyrr en síðar.
Það verður til lítils fyrir tuðrusparkara að fá byggt fjölnotahús í hálfri vallarstærð ef það er síðan ekki hægt að spila fótbolta á löglegum velli fyrr en undir haust þegar Íslandsmótið er yfirstaðið. Ef ekki á að vinna stór spjöll á knattspyrnuiðkun í Skagafirði þá þarf nú að láta hendur standa fram úr ermum. Nema menn séu bara fullsáttir með að fótboltinn leggist af á Króknum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.