Yngstu nemendur Höfðaskóla í fjöruferð í blíðunni

Hvað er nú betra en að fara í fjöriferð? MYND: HÖFÐASKÓLI.IS
Hvað er nú betra en að fara í fjöriferð? MYND: HÖFÐASKÓLI.IS

Það styttist heldur betur í skólaárinu og senn skoppa skólakrakkarnir út í frelsi sumarsins. Á vef Höfðaskóla á Skagaströnd er sagt frá því að yngstu nemendur skólans hafi í gær verið drifnir í fjöruferðað – enda ekki annað hægt en að nýta veðurblíðuna til gagns og gamans.

„Nemendur á yngsta stigi hafa verið úti meira og minna í allan morgun, fóru í göngutúr, fjöruferð og hafa síðan verið að leika sér á skólalóðinni,“ sagði á vefnum í gær.

Veðurstofan gerir ráð fyrir skaplegu veðri á Norðurlandi vestra í dag, stilltu en hita á bilinu 7-12 stig, kólnar heldur þegar líður á daginn og hitinn 5-8 gráður á morgun. Eftir það fer hitinn upp fyrir tíu stigin þegar líður á vikuna og helst á þeim slóðum fram yfir helgi. Það er sunnan og suðvestan átt í kortunum en vindurinn ætti nú ekki að verða til trafala, gæti þó orðið hvasst yst á Skaga.

Hér má skoða fleiri myndir úr fjöruferð á Skagaströnd >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir