Pavel kveður Tindastól

Pavel Ermolinski að fara yfir málin með sínum mönnum. MYND: HJALTI ÁRNA
Pavel Ermolinski að fara yfir málin með sínum mönnum. MYND: HJALTI ÁRNA

Merkilegur atburður hefur nú átt sér stað. Í eitt af fáum skiptum í íþróttasögunni hafa þjálfari og félag sammælst í einlægni um starfslok.

,,Ég og fjölskylda mín erum mjög þakklát fyrir tíma okkar í Skagafirði og höfum eignast vini fyrir lífstíð. Að hafa fengið að fagna titli með samfélaginu hér var einstök stund á mínum ferli og sá einlægi stuðningur sem ég fann frá fyrsta degi var ekki eingöngu bundinn við körfuboltavöllinn. Ég hef líka notið hans utan vallar og það hefur verið mér ómetanlegt. Hér standa allir saman gegnum sigra og töp. Ég hlakka til að fá loksins að koma í Síkið sem venjulegur áhorfandi og njóta mín með ykkur. "

/Pavel Ermolinski 

Körfuknattleiksdeild Tindastóls þakkar Pavel fyrir hans störf fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir