Kosning hafin um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.06.2024
kl. 13.37
Á fréttavefnum huni.is segir að íbúar í Húnabyggð og Skagabyggð geta nú byrjað að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Kosningarétt hafa íslenskir og norrænir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri fyrir lok atkvæðagreiðslunnar þann 22. júní 2024 og eru með skráð lögheimili í öðru hvoru sveitarfélaganna þann 16. maí 2024. Erlendir ríkisborgarar sem uppfylla sömu skilyrði og íslenskir og sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir upphaf kosningar, eiga einnig kosningarétt.
Meira