Fréttir

Kosning hafin um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar

Á fréttavefnum huni.is segir að íbúar í Húnabyggð og Skagabyggð geta nú byrjað að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Kosningarétt hafa íslenskir og norrænir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri fyrir lok atkvæðagreiðslunnar þann 22. júní 2024 og eru með skráð lögheimili í öðru hvoru sveitarfélaganna þann 16. maí 2024. Erlendir ríkisborgarar sem uppfylla sömu skilyrði og íslenskir og sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir upphaf kosningar, eiga einnig kosningarétt.
Meira

Matvælaráðherra úthlutar rúmlega 491 milljónum úr Matvælasjóði

Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 46 verkefni styrk upp á alls 491,2 m.kr en 198 umsóknir bárust til sjóðsins. „Matvælasjóður spilar lykilhlutverk til að frjóar hugmyndir og lífvænleg verkefni í matvælaframleiðslu og -vinnslu nái að dafna og vaxa“ segir matvælaráðherra. „Það er jafnframt gleðiefni að sjá að úthlutanir dreifast nokkuð jafnt á milli kynja og að skipting milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar er í góðu jafnvægi“.
Meira

Ísak Óli áfram styrktarþjálfari mfl.karla

Í framhaldi af fréttum frá körfuknattleiksdeild Tindastóls að Helgi Freyr yrði ekki áfram með stelpurnar segir að samningurinn við Ísak Óla Traustason hafi verið framlengdur sem styrktarþjálfari meistaraflokks karla.
Meira

Sex nýsköpunarverkefni frá Norðurlandi vestra fengu styrk úr Lóu

Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 27 verkefni styrk alls fyrir tæplega 139 milljónir króna. Nýsköpunarverkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og dreifast um landið allt. Styrkjum úr Lóu er ætlað að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum, auk þess að hlúa að vistkerfi nýsköpunar á landsbyggðinni.
Meira

Helgi Freyr fylgir ekki stelpunum upp í Subway deildina

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að Helgi Freyr Margeirsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hefur látið af störfum og mun því ekki fylgja stelpunum upp í Subway deildina á næstu leiktíð. Það er ákvörðun stjórnar að þjálfun liðs í Subway deildinni verður ekki sinnt með annari vinnu, svo vel megi vera.
Meira

María Björk Ingvadóttir nýr framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands

Á Facebook-síðu Félagsráðgjafafélags Íslands segir að María Björk Ingvadóttir hafi verið ráðin sem framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands og á að hefja störf þann 1. september. nk.
Meira

Skáldkonan í Blöndudalnum

Þegar bækur Birgittu H. Halldórsdóttur fóru að birtast inni á hljóðbókaveitu Storytel var deginum ljósara að það þurfti að heyra í Birgittu skáldkonu og bónda í Blöndudal. Birgitta var aðeins 24 ára þegar hennar fyrsta skáldsaga var gefin út, síðan komu árlega bækur frá henni í rúm tuttugu ár. Nú get ég glatt lesendur með því að í spjallinu við Birgittu kom í ljós að hún er að skrifa framhald af Dætrum regnbogans sem væntanleg er á áðurnefndri hljóðbókaveitu Storytel.
Meira

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldinn næstkomandi mánudaginn 24. júní í Húsi Frítímans. 
Meira

Réttindabarátta strandveiðimanna og sjávarbyggða – rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí sl. í sextánda sinn. Mikil veiði hefur verið enda mikið af fiski á öllum miðum handfærabáta og útlit fyrir stöðvun veiða mánaðamótin júní-júlí auki matvælaráðherra ekki aflamagn til strandveiða og tryggi 48 veiðidaga í sumar. Í fyrra voru veiðar stöðvaðar 11. júlí og hittiðfyrra 21. júlí. Ekkert hefur orðið af kosningaloforðum VG, sem farið hefur með matvælaráðuneytið allt kjörtímabilið, um að efla strandveiðar og sagði: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi.
Meira

Feykisþrennan | Þrír fótboltaleikir á laugardegi

Það var fótboltalaugardagur í gær en allir þrír meistaraflokkarnir á Norðurlandi vestra voru í eldlínunni. Uppskeran var eins misjöfn og hún bat orðið; einn sigur, eitt jafnetli og tap. Í Bestu deild kvenna gerðu Stólastúlkur tvö mörk á AVIS vellinum í Reykjavík en það dugði skammt því heimastúlkur í Þrótti gerðu fjögur mörk og unnu sanngjarnan 4-2 sigur.
Meira