Fréttir

Kúrekaþema í árlegri kvennareið í Austur-Húnavatnssýslu

Hin árlega kvennareið Austur-Húnavatnssýslu verður farin laugardaginn 22. júní. Lagt verður af stað frá Auðólfsstöðum klukkan 15:00. Frá Auðólfsstöðum á að ríða Æsustaðaskriðurnar eftir gamla veginum í Ártún og þaðan eyrarnar í hlöðuna í Húnaveri.
Meira

Hrossaeigendur á Sauðárkróki athugið !

Á vef Skagafjarðar segir að þeir sem hafa haft bletti innan bæjarlandsins, til þrifabeitar fyrir hross, eru beðnir að hafa samband við Kára Gunnarsson þjónustufulltrúa landbúnaðarmála, óski þeir eftir að fá sömu skika til þrifabeitar í sumar.
Meira

Búminjasafnið í Lindabæ og Samgöngusafnið í Stóragerði búin að opna fyrir gesti

Bíla og tækjasöfn Skagafjarðar hafa nú opnað fyrir gesti en Búminjasafnið í Lindabæ opnaði þann 1. júní og er opið alla daga frá kl. 13-17. Samgöngusafn Skagafjarðar opnaði á laugardaginn var og er einnig opið alla daga vikunnar frá kl. 11-17. Nýir sýningargripir bætast við söfnin á hverju ári og er einnig hægt að gæða sér á vöfflum og með því á báðum stöðum alla daga. 
Meira

Fínasta veður í dag, 17. júní

Á vedur.is segir að á Norðurlandi vestra verði hæg breytileg átt, þurrt og bjart veður og á hitinn að vera frá 10 til 16 stig á svæðinu. Það er því tilefni til að njóta dagsins utandyra í dag, 17. júní. 
Meira

Í dag er 80 ára lýðveldisafmæli Íslands

Í dag, 17. júní, eru 80 ár liðin frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni eru hátíðarhöld um allt land. Ekki láta íbúar á Norðurlandi vestra deigan síga í þeim efnum en vegleg dagskrá er á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga í tilefni dagsins. Feykir óskar Íslendingum nær og fjær til hamingju með daginn.
Meira

Jafnt í fjörugum leik Tindastóls og Víkings

Eftir þrjá tapleiki í röð ætluðu Stólastúlkur að næla í þrjú stig þegar bikarmeistarar Víkings komu valhoppandi norður yfir heiðar. Loks var leikið á gervigrasinu á Króknum en þar höfðu Stólastúlkur ekki sparkað í keppnistuðru síðan leysingahelgina miklu í apríl. Leikurinn var ágæt skemmtun, hart var barist en eftir að gestirnir náðu forystunni snemma í síðari hálfleik sáu þær um að jafna leikinn þegar skammt var til leiksloka. Liðin fengu því sitt hvort stigið eftir 1-1 jafntefli.
Meira

Töluvert sanngjarn sigur Tindastólspilta

Tindastólspiltar spiluðu fyrsta heimaleik sumarsins í gær þegar Reykjanesúrvalið mætti á gervigrasið sígræna á Sauðárkróki. Leikurinn var spilaður við fínar aðstæður og var líflegur, þó sérstaklega í fyrri hálfleik en þá baðaði markvörður gestanna sig í sviðsljósinu og hélt markinu hreinu. Stólarnir gerðu það sem þurfti í síðari hálfleik og uppskáru 2-0 sigur.
Meira

Sterkt stig til Húnvetninga

Engin mörk voru skoruð í leik Kormáks Hvatar og Ægis í 2. deildinni sem fram fór í Þorlákshöfn sl. föstudasgkvöld. Fyrir leikinn var Ægir í 4. sæti með ellefu stig og Kormákur Hvöt í 9. sæti með sjö stig. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið sterkt og mikilvægt stig sem Húnvetningar kræktu í fyrir austan fjall.
Meira

„Finnst amma alltaf vera hjá mér þegar ég er að gera handavinnu“

Helga Þórey og fjölskylda fluttu í Skagafjörðinn haustið 2018 og eru búin að koma sér vel fyrir á Hofsósi, þar líður þeim best. Helga Þórey er ættuð úr Óslandshlíðinni, afi hennar og amma, Leifur og Gunna, voru bændur á Miklabæ. Hún var svo lánsöm að fá að eyða miklum hluta æsku sinnar hjá þeim. Helga Þórey er fædd og uppalin á Akureyri, en varði sumarfríunum í sveitinni hjá ömmu og afa, sem var svo dýrmætt.
Meira

Nýjar sýningar opna í Áshúsi í Glaumbæ

Nú er sumarvertíðin hafin hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Sumarstarfsfólk er að tínast inn til starfa og fjör að færast yfir safnsvæðið. Árstíðaskiptunum fylgja alltaf ný verkefni, sumarið er að sumu leyti uppskeruhátíð eftir vetrarverkin hjá Byggðasafni Skagfirðinga, en veturinn hefur að snúist um yfirferð sýninga á safnsvæðinu.
Meira