Nú skiptir Feykir.is yfir í læstar fréttir

Eins og nefnt var í leiðara Feykis í síðustu viku þá hefur verið ákveðið að loka fyrir ókeypis aðgang að megninu af fréttum og öðru efni sem hingað til hefur staðið öllum opið á Feykir.is. Eru lesendur hvattir til að styrkja útgáfuna og gerast rafrænir áskrifendur.

Breytingarnar hafa engin áhrif á pappírsútgáfu Feykis og blaðið kemur út líkt og áður,

Á netinu hefur það tíðkast að allt fæst fyrir ekkert, nema fólk borgar jú símafyrirtækjum brosandi fyrir netsambandið. Mikil vinna liggur að baki því efni sem sett er á netið og það er nokkuð ljóst að flestir reikna ekki með því að smiðir, bifvélavirkjar eða aðrir sem vinna heiðarlega vinnu, gefi hana.

Svæðisfréttamiðlar hafa í vaxandi mæli tekið upp á því að loka fréttaefni á síðum sínum nema greitt sé fyrir. Hjá Feyki eru þrjár áskriftarleiðir. 1. Hægt er að gerast áskrifandi af blaðinu, Feyki.is og fá aðgang að pdf-útgáfu blaðsins á netinu. 2. Mánaðaráskrft af Feyki.is og Feyki á pdf. 3. Vikuáskrift af Feyki.is og Feyki á pdf. Hægt er að gerast rafrænn áskrifandi á Feykir.is.

Það er von okkar að lesendur taki þessum breytingum vel og standi við bakið á sínum miðli. Koma svo: Allir með Feyki!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir