Fréttir

„Gull af mönnum er lag sem kemur öllum í gang“ | ALEX BJARTUR

Það er óhætt að fullyrða að loks þegar Litla hryllingsbúð Leikfélags Sauðárkróks var opnuð þá hafi Skagfirðingar og nærsveitungar átt bágt með að halda sig fjarri. Þeir voru margir flottir söngvararnir sem hófu upp raust sína á sviðinu í Bifröst, margir þeirra þekktar stærðir hér heima, en einn söngvarinn/leikarinn kom skemmtilega á óvart. Það var Alex Bjartur Konráðsson (árgangur 2002) sem söng fyrir Blómið. Geggjuð rödd.
Meira

Stólarnir skelltu Sandgerðingum

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Reynis Sandgerði á Sauðárkróksvelli en leikið var í Fótbolta.net-bikar neðri deildar liða. Stólarnir spila sinn deildarbolta í 4. deildinni eins og margir vita en Sandgerðingar tefla fram liði í 2. deild. Það hefði því mátt ætla að á brattann yrði að sækja fyrir heimamenn en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan 2-0 sigur.
Meira

Sólin brosti við landsmönnum á 17. júní

Þann 17. júní voru liðin 80 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni voru hátíðarhöld á Sauðárkróki, Blönduósi og á Hvammstanga á Norðurlandi vestra. Það vildi svo heppilega til að veðrið lék við landsmenn í tilefni dagsins og það var ekki til að skemma fyrir þátttökunni.
Meira

Meyr og óendanlega þakklát

Það var meyr og óendanlega þakklát móðir hetjunnar Hrefnu Karenar sem Feykir talaði við eftir söfnunardaginn 14. júní síðastliðinn. Þá buðu Árni og Ragga á Hard Wok á Sauðárkróki fólki að kaupa rafrænan hamborgara og styrkja þannig við hetjuna Hrefnu Karen sem er tæplega tveggja ára og glímir við fjölþættan vanda og mikla fötlun.
Meira

Vel tókst til með Hofsós heim

Bæjarhátíðin Hofsós heim fór fram um síðastliðna helgi og gekk vonum framar. Óhætt er að segja að heldur betur hafi ræst úr veðrinu – sérstaklega þegar horft er til þess að veðrið hefur ekki alveg verið að vinna með íbúum á norðvesturhorni landsins það sem af er sumri.
Meira

Valli hlaut Hvatningarverðlaun Húnabyggðar 2024

Á hátíðardagskrá 80 ára lýðveldisafmælisins á Blönduósi sem fram fór, eins og lög gera ráð, fyrir þann 17. júní var Valdimar Guðmannsson, sem margir kannast við af Facebook sem Valla í Húnabyggð, fékk hvatningarverðlaun Húnabyggðar 2024.
Meira

Rabb-a-babb 226: Sara Diljá

Að þessu sinni ber Rabbið að dyrum á Skagaströnd hjá Söru Diljá Hjálmarsdóttur, skólastjóra Höfðaskóla. Hún er gift Birki Rúnari Jóhannssyni og saman eiga þau Arnar Gísla 11 ára, Fanndísi Öldu 9 ára og Bríeti Dögg 2 ára, já og hundinn Skugga. Sara er fædd árið 1989 en það ár kom þriðja myndin um Indiana Jones út (þessi með Sean Connery), sem og Glory, When Harry Met Sally og Honey, I Shrunk the Kids og auðvitað miklu fleiri myndir. Madonna gaf út Like a Prayer.
Meira

Nemendur frá sjö löndum brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð föstudaginn 7. júni. Alls brautskráðust 43 nemendur frá skólanum og þeir komu frá sjö þjóðlöndum en auk Íslendinga voru það nemendur frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Sviss sem brautskráðust frá Hólum.
Meira

Svavar Knútur í Krúttinu í kvöld

Svavar Knútur söngvaskáld fagnar nú útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt. Í kvöld mætir kappinn til leiks í Krúttinu á Blönduósi og hann mun syngja lög vítt og breitt af ferli sínum og segja sögur af ferðlögum, löndum og lýðum. Börn eru velkomin í fylgd með foreldrum.
Meira

Kúrekaþema í árlegri kvennareið í Austur-Húnavatnssýslu

Hin árlega kvennareið Austur-Húnavatnssýslu verður farin laugardaginn 22. júní. Lagt verður af stað frá Auðólfsstöðum klukkan 15:00. Frá Auðólfsstöðum á að ríða Æsustaðaskriðurnar eftir gamla veginum í Ártún og þaðan eyrarnar í hlöðuna í Húnaveri.
Meira