Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni framundan

MYND SKAGFIRÐINGUR
MYND SKAGFIRÐINGUR

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni 22.mars næstkomandi kl 10:00. Keppt verður í Tölti og skeiði.

T3 - 1.flokkur, 2.flokkur, ungmennaflokkur og unglingaflokkur.
T7 - Barnaflokkur og 3.flokkur.
Flugskeið 100m - Fullorðinsflokkur og ungmennaflokkur
Svo það sé tekið fram fyrir þau sem ekki vita að börn og unglingar mega ekki keppa í skeiði í gegnum höllina.
Líkt og áður þá verður boðið upp á pollaflokk.
Skráning verður opin til miðvikudagskvöldsins 19.mars 23:59 og er fólk beðið vinsamlegast að virða auglýstan skráningartíma og gjöldin fást ekki endurgreidd. Skráningin fer fram í gegnum skráningarkerfi sportfengs. Allar nánari upplýsingar eru að finna HÉR. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir