Hallur Atli valinn í æfingahóp U16
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.01.2025
kl. 09.47
Á heimasíðu KKÍ var tilkynnt um hverjir hefðu verið valdnir í fimm yngri landslið í körfuknattleik fyrir komandi æfingar sem verða í febrúar. Um er að ræða U15 ára og U16 ára stúlkna og drengja sem og U18 ára lið drengja.
Að þessu sinni var einn leikmaður frá Tindastól valinn í U16 og var það Hallur Atli Helgason, sonur Helga Frey og Margrétar Helgu. Þess má geta að Hallur Atli er einn af þremur í æfingahópnum sem spilar ekki í 1. deild í 10.fl. karla en Tindastóll spilar í 2. deildinni. Þjálfari U16 er Baldur Már Stefánsson og aðstoðaþjálfarar eru þeir Gunnlaugur Smárason og Óskar Þór Þorsteinsson.
Gangi þér vel Hallur Atli.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.