Fréttir

Menningardagskrá Gránu hefur fengið frábærar viðtökur

Í gærkvöldi var notaleg kvöldstund í útbænum á Króknum í boði Menningarfélags Gránu. Þá mætti Páll Snævar Brynjarsson í heimsókn í Gránu og rifjaði upp ævintýri og búðarrölt þar sem hann og Sverrir Björn Björnsson léku jólasveina í Aðalgötunni á aðventunni 1978. Segja má að aðsókn hafi farið fram úr björtustu vonum, veitingasalurinn í Gránu troðfullur, og margur gamall og genginn Króksarinn lifnaði við í hugum gesta þegar sögur voru rifjaðar upp og myndir sýndar á tjaldi.
Meira

Brúarsmíði yfir Laxá í Refasveit fyrir um 100 árum

Á vef Skagastrandar birtist vikulega mynd úr Ljósmyndasafni bæjarins og það eru margir sem hafa gaman að því að skyggnast aftur í tímann, sjá gömul og stundum kunnugleg andlit og lífið eins og það var. Eins og flestir hér á Norðurlandi vestra vita þá eru vegframkvæmdir milli Blönduóss og Skagastrandar og meðal annars verið að byggja brú yfir Laxá í Refasveit – þá þriðju frá upphafi. Það er því gaman að sjá mynd vikunnar að þessu sinni sem sýnir byggingu fyrstu brúarinnar.
Meira

Murr og Hannah búnar að skrifa undir samning við Tindastól

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við tvo af máttarstólpum liðsins frá í sumar um að spila með Bestu deildar liði Stólastúlkna næsta sumar. Það eru þær Hannah Cade og að sjálfsögðu Muriel okkar Tiernan. Þetta hljóta að teljast hinar bestu fréttir enda eru undirbúningsmót fyrir komandi tímabil að rúlla af stað þessa dagana.
Meira

Jólin í Gránu á laugardaginn

Gömlu góðu jólalögin verða flutt af vöskum söngvurum og hljóðfæraleikurum úr Skagafirði næstkomandi laugardagskvöld í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki. Að sögn Huldu Jónasar, tónleikahaldara, er um ljúfa tónleika að ræða þar sem þemað eru gömlu góðu jólalögin sem allir þekkja og hafa fylgt okkur í gegnum áranna rás.
Meira

Tónleikar Jólahúna með kærleika og samstöðu að leiðarljósi

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Jólahúna-tónleika þetta árið sem verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudagskvöldið 16. desember kl. 20:00 og í Blönduóskirkju sunnudaginn 18. desember kl. 17:00. „Um 60 manns koma að Jólahúnum þetta árið og eigum við von á frábærum tónleikum á báðum stöðum,“ sagði Elvar Logi Friðriksson, einn forsprakka Jólahúna, þegar Feykir leitaði frétta.
Meira

Skagafjarðarveitur biðja neytendur að spara heita vatnið

Nú er búið að loka sundlaugunum í Varmahlíð og á Sauðárkróki og lækka rennsli á íþróttavöllum en einnig hafa fyrirtæki með mikla notkun verið beðin um að spara heita vatnið eftir bestu getu. Á heimasíðu Skagafjarðarveitna segir að það dugi þó ekki til og nefna nokkur sparnaðarráð til heimila og fyrirtækja í kuldatíðinni sem nú ríkir.
Meira

Sundlaugum í Skagafirði lokað vegna álags á hitaveitukerfi

Í dag, fimmtudaginn 15. desember verða sundlaugarnar í Varmahlíð og Sauðárkróki lokaðar en samkvæmt tilkynningu frá sveitarfélaginu verður sundlaugin á Hofsósi þó áfram opin. Um fyrirbyggjandi aðgerð er að ræða til að forgangsraða heitu vatni til heimila en mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar.
Meira

Kyrrð og ró í jólasnjó

Á morgun föstudaginn 16. desember verður haldin kyrrðarstund í Miklabæjarkirkju í Skagafirði þar sem Vorvindar glaðir flytja hugljúf jólalög og önnur í aðdraganda jóla.
Meira

Breytingar hjá Sýndarveruleika á Sauðárkróki

Freyja Rut Emilsdóttir mun taka við starfi framkvæmdastjóra Sýndarveruleika ehf, sem á og rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland, á Sauðárkróki, um áramót. Áskell Heiðar Ásgeirsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra mun hliðra til innan fyrirtækisins og starfa áfram að sérverkefnum, ýmsum þróunarverkefnum, en hann hefur stýrt Sýndarveruleika frá haustmánuðum 2018. Auk rekstrar á sýningu fyrirtækisins á Sauðárkróki vinnur Sýndarveruleiki ehf. nú að því að koma tæknilausnum fyrir söfn og sýningar á markað, auk þess sem unnið er að uppsetningu sýninga í samstarfi við aðra aðila t.d. Víkingaheima í Reykjanesbæ þar sem stefnt er að opnun nýrrar sýningar með sýndarveruleikaupplifun í vetur.
Meira

Kveðja á aðventu

Eitt af mínum eftirlætis jólalögum er Hin fyrstu jól, lag Ingibjargar Þorbergs við kvæði Kristjáns frá Djúpalæk. Kannski er ástæðan fyrir dálæti mínu á þessu lagi sú að það færir fæðingu Krists svo nærri lífi mínu sem stráks í sveitinni. Lágstemmd lýsing og næstum hversdagsleg.
Meira