Sundlaugum í Skagafirði lokað vegna álags á hitaveitukerfi

Sundlaug Sauðárkróks 17. október 2022. Mynd: PF.
Sundlaug Sauðárkróks 17. október 2022. Mynd: PF.

Í dag, fimmtudaginn 15. desember verða sundlaugarnar í Varmahlíð og Sauðárkróki lokaðar en samkvæmt tilkynningu frá sveitarfélaginu verður sundlaugin á Hofsósi þó áfram opin. Um fyrirbyggjandi aðgerð er að ræða til að forgangsraða heitu vatni til heimila en mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar.

„Áframhaldandi frostaspá er framundan og verður staðan varðandi lokanir endurmetin í samræmi við það. Íbúar eru hvattir til að spara heitt vatn eftir bestu getu, til dæmis með því að lækka stillingar á heitavatnspottum og plönum sem nota ekki affallsvatn. Ástandið er sérstaklega slæmt á Sauðárkróki og hjá notendum Varmahlíðarveitu en tilmælunum er beint til allra notenda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir