Fréttir

Hætta á heitavatnsþurrð hjá Skagafjarðarveitum

Í þeim kulda og snjóleysi sem nú ríkir er notkun heita vatnsins í hámarki, segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum og beinir þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að spara heita vatnið eftir bestu getu.
Meira

Verðlaunahafar jólamyndagátu - Fimm heppin fá bókavinninga

Dregið hefur verið úr réttum lausnum í myndagátunni sem birtist í JólaFeyki. Líklega hefur gátan eitthvað þvælst fyrir fólki þar sem heldur færri lausnir bárust en undanfarin ár en var ágæt þrátt fyrir það.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Nú fer hver að verða síðastur að senda inn tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra en líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með þær. Frestur til að senda inn ábendingar er á miðnætti á morgun.
Meira

Mars Baldurs er Ungskáld Akureyrar 2022

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022 voru kunngjörð á Amtsbókasafninu á Akureyri í síðustu viku. Alls bárust 57 verk í keppnina frá 27 þátttakendum og fyrstu verðlaun hlaut Mars Baldurs fyrir verkið Þágufallssýki. Frá þessu segir m.a. á heimasíðu Grunnskóla og tónlistarskóla Húnaþings vestra en Mars er fyrrum nemandi skólans en nemur nú við VMA á Akureyri.
Meira

Samsett fiskileður í þróun

Nýsköpunarfyrirtækið AMC fékk nýverið tveggja ára Sprota styrk frá Rannís upp á samtals 20 milljónir til að þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi. Fyrirtækið er í eigu ungs frumkvöðlapars á Norðurlandi Maríu Dísar Ólafsdóttur, lífverkfræðings, og Leonard Jóhannssonar, vélfræðings. Áður hafði verkefnið fengið FRÆ styrk Rannís og vann titilinn Norðansprotinn í hugmyndasamkeppni síðastliðið vor.
Meira

Til hamingju íbúar Húnabyggðar með nýja byggðarmerkið

Í dag var tilkynnt val á nýju merki sveitarfélagsins Húnabyggðar sem varð til við sameiningu Blönduóss og Húnavatnshrepps fyrr á árinu. Í frétt á vef Húnabyggðar kemur fram að alls bárust 50 tillögur frá 29 hönnuðum um byggðarmerki sveitarfélagsins. Vinningstillöguna átti hönnuðurinn og Króksarinn Ólína Sif Einarsdóttir.
Meira

Vel heppnuð rökkurganga í Glaumbæjarblíðunni

Það er eitt og annað sem brallað er á aðventunni. Það hefur í mörg ár verið venjan að boðið sé upp á rökkurgöngu hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ og svo var einnig í ár því nú á sunnudaginn var búið að koma gamla bænum í jólabúning og hátíðarbragur yfir svæðinu. Móttökurnar fóru fram úr björtustu vonum í vetrarblíðunni.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu FNV

Á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd er sagt frá því að nemendur unglingastigs hafa tvö undanfarin ár verið með tvær list- og verkgreinavikur yfir skólaárið. Þar hafa nemendur kynnst ýmsum greinum sem hægt hefur verið að sýna og kenna innan skólans. Að þessu sinni var hinsvegar ákvðið að leita í hús til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um samstarf .
Meira

Sex af Norðurlandi vestra í æfingahópi yngri landsliða KKÍ

KKÍ hefur ráðið þjálfara yngri liða Íslands fyrir komandi verkefni í sumar og munu þau öll taka þátt í verkefnum drengja og stúlkna líkt og síðasta sumar. Þá hefur NM U20 liða verið bætt við í samstarfi Norðurlandanna líkt og hefur verið með U16 og U18 liðin á undanförnum árum. Fimm hafa verið boðuð til æfinga úr röðum Tindastóls og ein frá Kormáki.
Meira

Húsfreyjur á Vatnsnesi láta gott af sér leiða

Stjórn Húsfreyjanna á Vatnsnesi sem er kvenfélag á vestanverðu Vatnsnesi afhenti nýlega Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga að gjöf klakavél og fjögur kúruteppi sem eru merkt stofnuninni.
Meira