Fréttir

Heimþrá :: Áskorandapenni Aron Stefán Ólafsson frá Reykjum í Hrútafirði

Í Borgarnesi, á heimleið barst mér símskeyti frá Ingu á Kollsá. „Má ég senda á þig áskorendapennann í Feyki?“ Leyfðu mér að hugsa… maðurinn sem kann ekki að segja nei, segir að sjálfsögðu já. Hvað getur brottfluttur Húnvetningur, sem lifir í grámyglulegum hversdagsleika Reykjavíkur svo sem skrifað um, jú, auðvitað sveitina sína.
Meira

Acai áfram í Kormáki Hvöt

Jólin eru tími gleði og gjafa, svo það er með mikilli ánægju að segja frá því að miðvörðurinn mikilvægi Acai Nauzet Elvira Rodriguez hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Kormák Hvöt út leiktímabilið 2023, segir í tilkynningu frá meistaraflokksráði liðsins.
Meira

Förum áfram vel með heita vatnið

Sparnaðaraðgerðir síðustu daga í hitaveitunni hafa skilað góðum árangri á Sauðárkróki, segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum. Áfram er þó ástæða til að fara varlega. Í Varmahlíð er heitavatnsstaðan tæpari og þar má engu muna segir í tilkynningunni og eru íbúar sem fá vatn þaðan beðnir að fara sérstaklega sparlega með heita vatnið.
Meira

195 hjónabönd í síðasta mánuði en 118 skilnaðir

Af þeim 561 hjúskaparstofnunar sem skráð voru til Þjóðskrá í ágústmánuði gengu 132 í hjúskap hjá sýslumanni eða 23,5%, 257 giftingar fóru fram í Þjóðkirkjunni eða 45,8% og 126 í öðru trú- eða lífsskoðunarfélagi eða 22,5%, segir á heimasíðu Þjóðskrár. Þá gengu 46 einstaklingar í hjúskap erlendis.
Meira

Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum á yfirstandandi löggjafaþingi

Þingmenn eru nú komnir í jólafrí en þingfundum 153. löggjafarþings var frestað sl. föstudag, 16. desember. Þingið var að störfum frá 13. september til 16. desember 2022 og hér að neðan má sjá tölfræðilegar upplýsingar um 153. löggjafarþing, fram að jólahléi.
Meira

Rabb-a-babb 214: Jóki

Nafn: Jóhannes Björn Þorleifsson. Búseta: 560 Varmahlíð. Hvað er í deiglunni: Andlegur undirbúningur fyrir Jólamót Molduxa 2022. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar Bjarni heitinn meðhjálpari á Sunnuhvoli sat á fremsta bekk og reyndi að taka okkur fermingarbörnin á taugum með ýmsum geiflum og glotti.
Meira

Það er ekkert alltaf gaman á Akureyri

Það er alltaf sama vesenið með þessa Akureyringa. Ekki nóg með að þeir séu farnir að rukka fólk fyrir að leggja í bílastæði við verslanir í bænum heldur fóru þeir hálf illa með knattspyrnuiðkendur af Króknum um helgina – sem er svo sem kannski ekkert nýtt reyndar. Stólastúlkur lutu í gras á föstudaginn gegn Þór/KA í Kjarnafæðimótinu, 5-0, og í gær fengu strákarnir jafnvell verri útreið gegn KA, 8-0, í sama móti.
Meira

Bílvelta í Víðidal og lögreglan varar við hálku

Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að í morgun varð bílvelta á Norðurlandsvegi, við Lækjamót í Víðdal. Tveir voru í bifreiðinni og vitað er að annar aðilanna er alvarlega slasaður. Tveir sjúkrabílar og tækjabíll komu á vettvang ásamt lögreglu og þá var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út til að flytja aðilana á Landspítalann við Fossvog til frekari aðhlynningar.
Meira

Uppfærður og endursmíðaður ljósakross á Nöfum

Samkvæmt venju var kveikt á ljósakrossinum á Nöfum á Sauðárkróki í hinni árlegu friðargöngu Árskóla sem fram fór föstudaginn fyrir aðventubyrjun. Að sögn Óskars Björnssonar, skólastjóra, var þetta í 24 skiptið sem nemendur skólans örkuðu í bæinn og létu ljósker ganga sín á milli á kirkjustígnum með kveðjunni: Friður sé með þér.
Meira

Gjaldskrá sorphirðu hækkar um 25% :: Verulegar breytingar í sorpmálum á nýju ári

Samkvæmt nýjum lögum um meðhöndlun úrgangs, ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. „Því er nauðsynlegt að auka tekjur vegna málaflokksins um leið og leitað verði leiða til að ná niður kostnaði vegna hans. Ein helsta leiðin til þess er að auka flokkun og draga úr urðun úrgangs,“ segir í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar en samþykkt var hækkun gjaldskrár um 25% sem taki gildi 1. janúar.
Meira