Acai áfram í Kormáki Hvöt
Jólin eru tími gleði og gjafa, svo það er með mikilli ánægju að segja frá því að miðvörðurinn mikilvægi Acai Nauzet Elvira Rodriguez hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Kormák Hvöt út leiktímabilið 2023, segir í tilkynningu frá meistaraflokksráði liðsins.
„Acai hefur verið lykilmaður í vörn bleikra frá því að hann kom fyrst til liðsins fyrir tveimur árum. Í sumar tikkaði hann í mörg box þegar hann varð leikjahæsti erlendi leikmaður í sögu liðsins, skoraði sín fyrstu mörk fyrir félagið og leiddi það sem fyrirliði í fyrsta sinn.
Alls hefur kappinn leikið 41 skráðan leik og skorað í þeim tvö mörk.
Það er meistaraflokki sönn gleði að Acai valdi að leika áfram með Kormáki Hvöt, þar sem fjölmörg lið ofar í deildarstiganum hafa verið að kroppa í kappann ásamt áhuga erlendis frá.
Merki um bjarta tíma framundan hér á ferð,“ segir í tilkynninunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.