195 hjónabönd í síðasta mánuði en 118 skilnaðir
Af þeim 561 hjúskaparstofnunar sem skráð voru til Þjóðskrá í ágústmánuði gengu 132 í hjúskap hjá sýslumanni eða 23,5%, 257 giftingar fóru fram í Þjóðkirkjunni eða 45,8% og 126 í öðru trú- eða lífsskoðunarfélagi eða 22,5%, segir á heimasíðu Þjóðskrár. Þá gengu 46 einstaklingar í hjúskap erlendis.
Í samantekt Þjóðskrár kemur einnig fram að fyrstu átta mánuði ársins gengu 3.055 einstaklingar í hjúskap sem er aukning frá síðasta ári en þá gegnu 2.748 einstaklingar í hjúskap.
Skilnaðir
Alls skildu 84 einstaklingar sem skráðir eru í Þjóðskrá í ágúst sl., þar af gengu 81 frá lögskilnaði sínum hjá sýslumanni og þrír gengu frá lögskilnaði sínum fyrir dómi. Þær upplýsingar fengust hjá Þjóðskrá að einstaklingur getur gengið í hjúskap með aðila sem er ekki með kennitölu í þjóðskrá og telur því sá einstaklingur ekki í tölfræðinni þar sem hún byggir á hjúskapastöðu einstaklinga skráðir í þjóðskrá. Skýrir það oddatölu fjöldans sem stofnar til hjúskapar eða skilur.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.