Fréttir

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir valin Maður ársins af lesendum Feykis

„Eftir að hafa upplifað mikla útskúfun í samfélaginu tók Tanja völdin í eigin hendur og hélt fyrstu Druslugönguna sem haldin hefur verið á Sauðárkróki við góðar undirtektir. Tanja er í Öfgum sem er femínista hópur sem berst gegn kynbundnu ofbeldi og styður við þolendur kynferðisofbeldis. Hún tók þátt í að skrifa skuggaskýrslu um kvennasáttmálann og ávarpaði þing Sameinuðu þjóðanna,“ segir í tilnefningu Tönju en hún fékk flest atkvæði þeirra sem tilnefnd voru til Manns ársins 2022 á Feykir.is.
Meira

Stebbi Jóns meistari á Jólamóti Molduxa

Jólamót Molduxa fór fram annan dag jóla en þar áttust við 14 lið misliðugra körfuboltakempna af öllum kynjum. Tókst mótið með ágætum og fjöldi fólks sem lagði leið sína í Síkið til að hvetja sitt lið eða bara til að hitta mann og annan.
Meira

Byggðakvóti eykst á Norðurlandi vestra um 66 tonn

Matvælaráðuneytið hefur gefið út hver byggðakvótinn verður á fiskveiðiárinu 2022-2023 en úthlutað er til 51 byggðalags í 29 sveitarfélögum. Á Norðurlandi vestra eykst kvóti milli ára um 66 tonn en í heildina eykst úthlutun um 262 tonn milli ára á landinu öllu.
Meira

Elísa Bríet og Katla Guðný æfa með U15

30 manna leikmannahópur hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum U15 ára landsliðs kvenna. Tvær Tindastólsstúlkur komust í gegnum nálaraugað en þær Katla Guðný Magnúsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir hafa verið kallaðar til æfinga dagana 11.-13. janúar.
Meira

Björgunarbíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð á Seyðisfjörð

„Það bættist í tækjaflota Ísólfs í kvöld en við keyptum notaðan björgunarsveitarbíl af Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð með öllum helsta búnaði kláran í útköll en hann mun leysa Unimog af þar til hann kemur aftur sem verður ekki á næstu mánuðum,“ segir í færslu Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði á Facebook-síðu sinni.
Meira

Ismael Sidibé genginn í raðir Kormáks Hvatar

„Kormákur Hvöt hefur gengið frá samningum við fílbeinska/spánska sóknarmanninn Ismael Sidibé og mun hann leika í bleiku á komandi keppnistímabili,“ segir í tilkynningu á aðdáendasíða Kormáks í fótboltanum. Ismael hefur áður leikið í 3. deild á Íslandi, árið 2021 þegar hann kom á miðju sumri til Einherja á Vopnafirði og skoraði 10 mörk í 13 leikjum - þar af tvær þrennur.
Meira

Guðrún og Guðmundur loka Efnalaug Sauðárkróks

Síðast liðinn föstudag var síðasti vinnudagur í Efnalaug Sauðárkróks en fyrirtækið hefur nú hætt starfsemi eftir áratuga rekstur. Síðustu þrjá áratugina hafa þau hjón Guðrún Kristófersdóttir og Guðmundur Óli Pálsson staðið vaktina sem nú er á enda. Boðið var til veglegs kaffihlaðborðs í morgunpásunni og margir sem litu inn í tilefni tímamótanna.
Meira

Ó, gleðilegt nýtt ár!

Herra Hundfúlum líst bara eiginlega ekkert á byrjun nýs árs. Það að flestir skylduáskrifendur RÚV séu bara ansi sáttir við Áramótaskaupið er auðvitað viss skellur. Um hvað á fólk nú að rífast? En Gísli Marteinn ætti að öllu jöfnu að poppa upp á skjáinn fyrr en varir og þá getum við fúlmennin tekið gleði okkar á ný. Ó, gleðilegt nýtt ár!
Meira

Árið hefst á nýju lagi með Gillon

Sumar hugmyndir taka lengri tíma í að gerjast en aðrar. Það má til sanns vegar færa þegar skoðuð er sagan um lagið Seppe Jensen, sem Gillon, aka Gísli Þór Ólafsson, sendi frá sér nú á afmælisdaginn sinn, þann 1. janúar. Það á nefnilega rætur að rekja til dönskuverkefnis sem Gísli og félagar unnu í Fjölbraut á Króknum fyrir 25 árum.
Meira

Væri til í að brenna í burtu besserwissera viðhorf Íslendinga

Það er söngdívan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, frá Dæli í Vestur-Húnavatnssýslu, sem heldur áfram að svara ársuppgjöri Feykis. Hún segir m.a. að fyrir sig persónulega hafi móttökur við litla skólanum hennar, Starcodes Academy slegið flest annað út á árinu 2022.
Meira