Fréttir

Samstaða býður til kaffisamsætis í tilefni 1. maí

Dagur verkalýðsins er í dag 1. maí og er haldinn hátíðlegur víða á jarðarkringlunni. Í ár eru 100 ár frá því að íslenskt launafólk fagnaði 1. maí og hvetur Alþýðusamband Íslands, á Facebooksíðu sinni, fólk að sameinast um að standa vörð um unna sigra og halda baráttunni ótrauð áfram. Réttlæti - jöfnuður – velferð, er yfirskrift 1. maí hátíðarhaldanna í ár.
Meira

Hljómsveitin Herramenn rigga upp tónleikum :: „Vonumst til þess að okkar fólk mæti“

Í ár eru 35 ár síðan safnplatan Bongóblíða kom út en þar átti hin fornfræga hljómsveit af Króknum, Herramenn, fjögur lög, þau fyrstu sem þeir tóku upp og gáfu út. Bandið var ekki í slæmum félagsskap því aðrar landsþekktar hljómsveitir áttu lög á plötunni líkt og Greifarnir, Stuðkompaníið, Sálin hans Jóns míns, hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar og Jójó frá Skagaströnd.
Meira

Rögnvaldur Valbergsson handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2023

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki fyrr í dag að viðstöddu fjölmenni. Sólborg S. Borgarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, setti hátíðina og í kjölfarið veitti Sigurður Bjarni Rafnsson, varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Rögnvaldi Valbergssyni Samfélagsverðlaun sveitarfélagsins. Þá var tilkynnt um úrslit vísnakeppninnar og að endingu opnaði Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, myndlistarsýningu Maríu Carmelu Torrini sem einnig var viðstödd og fékk blómvönd að launum.
Meira

„Ef amma kæmi í partýið þá myndi ég setja á Geirmund“ / INGUNN MARÍN

Í Austurgötunni á Hofsósi býr ung snót, Ingunn Marín Bergland Ingvarsdóttir, fædd 2008 og því 15 ára á árinu, en hún tók á dögunum þátt í Norðurorgi sem er söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Norðurlandi. Ingunn hefur áhuga á leiklist, söng og tísku. „Ég er að læra á rafmagnsgítar hjá Einari Þorvaldssyni en tel mig vera þúsundþjalasmið í þjálfun og spila líka á píanó, blokkflautu og ukulele. Þegar ég var mjög ung prófaði ég að læra á fiðlu,“ segir hún.
Meira

Stólarnir áfram í úrslitarimmuna eftir ótrúlegan leik í Síkinu : UPPFÆRT

Lið Tindastóls og Njarðvíkur mættust í fjórða leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í troðfullu Síki í kvöld. Einhverjir hafa kannski átt von á spennuleik eftir að Njarðvíkingar unnu öruggan sigur í síðasta leik en leikurinn varð aldrei spennandi. Stólarnir voru yfir frá fyrstu körfu og voru þegar 20 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta og voru búnir að skora 68 stig þegar fyrri hálfleik lauk. Þá voru Stólarnir búnir að gera helmingi fleiri stig en gestirnir og síðari hálfleikurinn bara til skrauts. Lokatölur 107-76.
Meira

Það er bara þannig dagur í Skagafirði í dag

Það er standandi partý í Skagafirði í dag; söngur, sport og gleði. Undanfarin Sæluvikunnar býður oft upp á mesta fjörið og það lýtur flest út fyrir að svo verði núna. Þó margt sé í boði í dag þá bíða snnilega flestir spenntir eftir körfuboltaleiknum í kvöld en Tindastóll og Njarðvík eiga við í fjórða leiknum í einvígi liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Ekkert er mikilvægara en körfubolti á þessum árstíma – það er bara þannig í Skagafirði.
Meira

Védís Huld Sigurðardóttir sigurvegari Meistaradeildar KS 2023

„Frábæru tímabili Meistaradeildar KS er nú lokið og hefur keppnin verið æsispennandi nú í vetur og var ekki neitt öðruvísi uppi á teningnum í kvöld,“ segir í tilkynningu deildarinnar en lokakeppni fór fram í gærkvöldi þegar keppt var í tölti og skeiði. Védís Huld Sigurðardóttir kom sá og sigraði en hún reið til úrslita í öllum greinum vetrarins og var krýnd sigurvegari Meistaradeildar KS 2023.
Meira

Júróvisjóngleði Sóldísar á Hofsósi í kvöld

Í kvöld mun Kvennakórinn Sóldís bjóða upp á alvöru Júróvisjónstemningu í Höfðaborg á Hofsósi enda styttist óðum í þá ágætu veislu. Tónleikar Sóldísar þetta árið bera yfirskriftina Eitt lag enn, sem er skírskotun í framlag Harðar G. Ólafssonar, Bassa, sem átti fyrsta íslenska lagið sem blandaði sér í toppbaráttuna í aðalkeppninni sem haldin var í Zagreb árið 1990. Þá var það hljómsveitin Stjórnin sem flutti lagið en nú verður það Sóldís og að sjálfsögðu með glimmer og gleði.
Meira

Kápa Íslands :: Áskorandapenninn Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir Hvammstanga

Það er fallegt að horfa út á Miðfjörðinn á svona degi, sólin að kíkja fyrir hornið og loforð um fallegt gluggaveður í dag. Maður drekkur í sig orkuna, sest svo niður til að rita smá pistil í Feyki.
Meira

30 ára vígsluafmæli Blönduóskirkju

Í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Blönduóskirkju er öllum boðið til afmælishátíðar þann 30. apríl næstkomandi. Í tilkynningu á Facebook-síðu kirkjunnar er greint frá því að hátíðarmessa hefjist kl. 13:00 en þar mun sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup prédika, sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir þjónar fyrir altari og kirkjukór Blönduóskirkju leiðir safnaðarsöng við undirleik Eyþórs Franzsonar Wechner, organista. Sr. Magnús Magnússon og sr. Bryndís Valbjarnardóttir lesa ritningarlestra og meðhjálpari er Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson.
Meira