Wilson Skaw laus af strandstað
Varðskipið Freyja er með Flutningaskipið Wilson Skaw í togi en skipið er nú laust af strandstað á Húnaflóa. Á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sagði um hádegi á daga að áhöfn Freyju hafi þá stefnt í átt til Steingrímsfjarðar þar sem von var á betra sjólagi. Varðskipið kom dráttartaug yfir í flutningaskipið Wilson Skaw í morgun í kjölfar þess að vindur og ölduhæð á Húnaflóa fór vaxandi.
„Á tíunda tímanum í morgun kom los á skipið sem færðist til og losnaði af skerinu sem það hefur hvílt á undanfarna daga. Vel gekk að koma skipinu framhjá blindskerjum á svæðinu og inn á dýpri sjó. Áhöfn varðskipsins Freyju stefnir á að koma flutningaskipinu í betra sjólag þar sem næstu skref verða metin,“ segir í frétt LHG.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.