Lifepak CR2 hjartastuðtæki til HSB

F.v. Sigríður B. Baldursdóttir, Guðrún Blöndal, Guðmundur Finnbogason, Helga M. Jóhannsdóttir, Sigurlaug Þ. Hermannsdóttir, Jóhann Guðmundsson og Viktoría B. Erlendsdóttir. Mynd: Hlynur Tryggvason.
F.v. Sigríður B. Baldursdóttir, Guðrún Blöndal, Guðmundur Finnbogason, Helga M. Jóhannsdóttir, Sigurlaug Þ. Hermannsdóttir, Jóhann Guðmundsson og Viktoría B. Erlendsdóttir. Mynd: Hlynur Tryggvason.

Á stjórnarfundi í síðustu viku afhenti stjórn Hollvinasamtaka HSB Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi Lifepak hjartastuðtæki. Tæki þetta er gefið í minningu Ingva Þórs Guðjónssonar, en hann var í allmörg ár ráðsmaður og sjúkrabílstjóri hjá HSB.

Aðstandendur Ingva Þórs heitins bentu á reikning samtakanna til þeirra sem vildu minnast hans og fengum við þar góðan styrk. Þá færði Alda D. Friðgeirsdóttir Hollvinum dágóða peningaupphæð með þakklæti fyrir afnot af aðstandenda íbúðinni. Fyrir þessa fjármuni var okkur unnt að kaupa þetta tæki.

Félagsgjöld eru einu föstu tekjurnar svo og sala minningarkorta, en þær upphæðir duga skammt til tækjakaupa. Viljum við því koma á framfæri hjartans þakklæti til allra velunnara okkar fyrir þeirra góða stuðning.

Minnum á að alltaf er hægt að gerast félagi og er félagsgjaldið kr: 3.500 og kr: 5000. fyrir félög og fyrirtæki. Reikningur okkar er 0307 26 270 Kt: 490505 0400.

Stöndum vörð um Heilbrigðisstofnunina okkar (Héraðshælið).
Stjórn Hollvina HSB

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir