Steinn Kára gefur út sönglagið Sól í Skagafirði

Jónas Þórir, Steinn Kára og söngvarinn Bjarni Atlason. MYND AÐSEND
Jónas Þórir, Steinn Kára og söngvarinn Bjarni Atlason. MYND AÐSEND

Nýútkomið er sönglag eftir Króksarann Stein Kárason en það er Bjarni Atlason baritonsöngvari sem syngur lagið Sól í Skagafirði. Bæði lag og ljóð er eftir Stein. Undirleik annast Jónas Þórir. Í tilkynningu frá höfundi segir að lagið fjalli um ástina, foldarblómin smá og söng á sólríkum sumardegi í Skagafirði eins og þeir gerast bestir.

„Nú er lag fyrir söngglaða að æfa nýtt lag fyrir Laufskálarétt,“ segir í tilkynningunni en það ermjólkurflutningabílstjóri sem syngur þetta lag í skáldsögu Steins, Glaðlega leikur skugginn, sem kom út fyrrahaust.

Hér er tengill á lagið á YouTube > https://www.youtube.com/watch?v=yv8WW2RGyzI en hægt er að nálgast nótnaútsetningar af laginu fyrir karlakór hjá höfundinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir