Steinn Kára gefur út sönglagið Sól í Skagafirði
Nýútkomið er sönglag eftir Króksarann Stein Kárason en það er Bjarni Atlason baritonsöngvari sem syngur lagið Sól í Skagafirði. Bæði lag og ljóð er eftir Stein. Undirleik annast Jónas Þórir. Í tilkynningu frá höfundi segir að lagið fjalli um ástina, foldarblómin smá og söng á sólríkum sumardegi í Skagafirði eins og þeir gerast bestir.
„Nú er lag fyrir söngglaða að æfa nýtt lag fyrir Laufskálarétt,“ segir í tilkynningunni en það ermjólkurflutningabílstjóri sem syngur þetta lag í skáldsögu Steins, Glaðlega leikur skugginn, sem kom út fyrrahaust.
Hér er tengill á lagið á YouTube > https://www.youtube.com/watch?v=yv8WW2RGyzI en hægt er að nálgast nótnaútsetningar af laginu fyrir karlakór hjá höfundinum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.