Fréttir

Helgistund í Sjávarborgarkirkju

Sunnudaginn 10. september kl. 14 verður helgistund í Sjávarborgarkirkju í Skagafirði en 40 ár eru liðin síðan kirkjan var endurvígð. Félagar úr kirkjukór Sauðárkrókskirkju leiða sálmasöng og Rögnvaldur Valbergsson organisti spilar undir á harmoniku. Kaffisopi og kleinur eftir stundina. Séra Sigríður Gunnarsdóttir býður alla velkomna. 
Meira

Dýrmætum gripum slátrað í Miðfirði

„Niðurstöður arfgerðarsýna úr fjárstofninum á bænum Bergsstöðum í Miðfirði sýna að mörgum dýrmætum gripum var slátrað og niðurstöðurnar því mikið áfall fyrir bændur,“ segir í frétt sem birt var á vef Bændablaðsins í gær. Í apríl kom upp riða í Miðfirði á bænum Bergsstöðum og í kjölfarið var öllu fé lógað þar, sem og á bænum Syðri-Urriðaá, að skipan Matvælastofnunar. 
Meira

Mjög alvarlegt umferðarslys sunnan Blönduóss

Mbl.is greinir frá því að þyrla land­helg­is­gæsl­unn­ar og all­ir til­tæk­ir viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir út upp úr klukk­an fimm í morg­un þegar til­kynnt var um mjög al­var­legt um­ferðarslys á þjóðveg­in­um rétt sunn­an við Blönduós en rúta með á þriðja tug farþega hafði farið út af veginum. Í frétt frá því skömmu fyrir sjö í morgun er sagt að þyrlan hafi flutt þrjá slasaða farþega suður.
Meira

Stór gangna- og réttahelgi framundan

Það er útlit fyrir kalda og blauta smala- og réttahelgi hjá okkur hér á Noðurlandi vestra, um helgina. Þegar litið er yfir gangnaseðla í fjórðungnum má sjá að mjög margir hafa verið við smölun síðustu daga eða eru í þann mund að reima á sig gangnaskóna. Það eru flestir dagar helgarinnar undir en nær þó aðeins fram yfir þessa helgina því ekki er réttað fyrr en á mánudag í Silfrastaðarétt í Blönduhlíð í Skagafirði.
Meira

Þarf ekki stór­ar töl­ur til að valda óbæt­an­legu tjóni á villtu stofn­un­um

Feykir sagði frá því í vikubyrjun að tveir ætlaðir eldislaxar hafi verið háfaðir upp úr laxastiga við Blöndu um liðna helgi. Mbl.is greindi síðan frá því í gær að níu grunsamlegir laxar til viðbótar hafi nú bæst í hópinn og laxarnir því orðnir ellefu sem Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri Hafrannsóknarstofnunar, kippti með sér suður til rannsóknar nú í vikunni.
Meira

Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann hófst í gærmorgun þegar það var sett í sautjánda sinn en að þessu sinni fór setningin fram Helgafellsskóla í Mosfellsbæ. Verkefninu lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum www.iwalktoschool.org miðvikudaginn 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Meira

Tvíburamet í Árskóla

Nú eru skólar byrjaðir og börn sem fædd eru árið 2017 hófu skólagöngu sína í haust á landinu öllu. Í Árskóla stigu 44 börn sín fyrstu skref í grunnskóla og er það eitt og sér kannski ekki í frásögur færandi en það sem er skemmtilegast frá að segja er að í þessum árgangi í skólanum eru fimm tvíburapör.
Meira

Afhjúpun minnisplatta um Vesturfara sem sigldu frá Sauðárkróki

Föstudaginn 8. september munu sjálfboðaliðar Icelandic Roots, auk félaga frá Norður-Ameríku, standa fyrir opinberri athöfn við Sauðárkrókskirkjugarð sem felst í afhjúpun minnisplatta um Vesturfara sem fóru til Bandaríkjanna og Kanada rétt eftir aldarmótin 1900 frá Sauðárkrókshöfn. Athöfnin hefst kl. 14:00.
Meira

Fulltrúi VG og óháðra lagði til að breyting sem gerð var á skólaakstri í Skagafirði yrði endurskoðuð

Fulltrúi VG og óháðra lagði fram á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar í gær, 5. september, tillögu um endurskoðun á nýlegri breytingu á skólaakstri hjá sveitarfélaginu varðandi það að komið yrði til móts við þá nemendur sem breytingarnar hafa veruleg áhrif á. Einnig gerði fulltrúi VG og óháðra athugasemd við hvernig staðið var að upplýsingaskyldu til foreldra viðkomandi nemenda en þeir fengu ýmist símtal eða tölvupóst daginn fyrir skólasetningu.
Meira

Arnar Geir í eldlínunni í kvöld

Úrvalsdeildin í pílu er farin af stað á ný á nýju tímabili. Mótið fer fram á Bullseye, í gamla Austurbæ í Reykjavík, áttamiðvikudaga í röð. Keppt er í átta riðlum og eru fjórir keppendur í hverju riðli. Einn fulltrúi frá Pílukastfélagi Skagafjarðar er á meðal keppenda en það er Arnar Geir Hjartarson. Mótið hófst í síðustu viku en í kvöld opnar Arnar Geir píluveskið í beinni útsendingu á Stöð2Sport og mun að sjálfsögðu gera sitt allra besta.
Meira