Fréttir

„Það er mjög gaman að vera hluti af þessu liði“ segir Gwen Mummert

Það var ljóst fyrir tímabilið í Bestu deildinni að lið Tindastóls yrði að styrkja sig. Augljóslega þurfti að finna markvörð í stað Amber Michel sem ákvað að freista gæfunnar í Bandaríkjunum. Í hennar stað kom Monica Wilhelm og á sama tíma gekk Gwen Mummert til liðs við Stólastúlkur. „Gwen er gríðarlega sterk og fljót, er góð á boltanum, með góðar sendingar og mjög sterk i föstum leikatriðum. Mörg lið voru á höttunum eftir Gwen og mikil ánægja er með að hún hafi valið að koma á Krókinn,“ sagði Donni þjálfari við Feyki þegar þær stöllur voru kynntar til sögunnar.
Meira

Rabb-a-babb 219: Hrund á Sjávarborg

Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og hún var eldsnögg að tækla það. Hrund er fædd árið 1987 eða um það leyti sem Whitney Houston fór á toppinn með I Wanna Dance With Somebody og ein mesta orkuballaða sögunnar, Alone með Heart, var að gera það gott. Hrund er dóttir Jóhanns Albertssonar og Sigríðar Lárusdóttur og því alin upp í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún er gift Gunnari Páli og saman eiga þau tvö börn, Heklu Sigríði 7 ára og Val Helga 3ja ára.
Meira

Mikið kredit á Atla og Orra

Feykir sagði frá því fyrr í dag að lið Kormáks/Hvatar hefði borið sigurorð af liði Árbæjar í 3. deildinni. Leikurinn var afar mikilvægur í baráttunni um sæti í 2. deild að ári og nú hafa Húnvetningar fimm stiga forystu á liðið í þriðja sæti deildarinnar, Árbæ, þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan er því afar vænleg. Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar svaraði spurningum Feykis í leikslok.
Meira

SSNV hlaut styrk frá Landsvirkjun

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er sagt frá því að í síðustu viku hafi samtökin fengið þær frábæru fréttir að SSNV hafi verið úthlutað styrk fyrir tveimur viðburðum úr samfélagssjóði Landsvirkjunar. Styrkirnir eru vegna ungmennaþings um valdeflingu ungs fólks á Norðurlandi vestra sem fram á að fara á Blönduósi í október og síðan örráðstefnu um umhverfismál á Norðurlandi vestra.
Meira

Stólarnir sitja sem fastast í þeirri fjórðu

Nú þegar ein umferð er eftir af keppni í 4. deildinni í knattspyrnu er ljóst að fjórða sætið verður hlutskipti Tindastóls en draumurinn um sæti í 3. deild fékk frekar nöturlegan endi þegar Kópavogspiltar í KFK gerðu sex mörk á Króknum í dag. Leikurinn var reyndar ansi fjörugur í sunnanrokinu en heimamenn voru helst til of gjafmildir í varnarleiknum og lokatölur 3-6.
Meira

Hungraðir Húnvetningar hirtu stigin í toppslagnum

Það var stórleikur á Blönduósvelli í dag þegar að segja má hreinn úrslitaleikur um sæti í 2. deild fór fram. Heimamenn í Kormáki/Hvöt tóku þá á móti liði Árbæjar sem var tveimur stigum á eftir og hafði verið á mikill siglingu í deildinni, höfðu unnið í það minnsta fjóra leiki í röð og á meðan bleiki valtarinn var farinn að hiksta. Heimamenn komu lemstraðir til leiks með tvo lykilmenn í banni og urðu að planta fyrirliðanum í markið. Tvívegis náðu gestirnir forystunni í leiknum en heimamenn gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn, jöfnuðu í tvígang og hirtu síðan öll stigin í uppbótartíma. Lokatölur því 3-2 og ævintýri Húnvetninga heldur áfram.
Meira

Aukið samstarf milli Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands mun efla báða skólana

Skólastarfsemi á Hólum í Hjaltadal er ekkert nýnæmi. Hólaskóli var á biskupssetrinu frá því 1106 til 1802 en hann var, ásamt Skálholtsskóla, helsta menntastofnun þjóðarinnar. Nú er Háskólinn á Hólum með aðsetur í Hjaltadalnum fallega og þar er Skagfirðingurinn Hólmfríður Sveinsdóttir rektor. Um miðjan ágústmánuð var ákveðið að kanna grundvöll fyrir samstarfi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands, ákvörðun sem sumir óttast að boði ekki endilega gott fyrir háskólastarf í Skagafirði en aðrir sjá spennandi tækifæri felast í mögulegu samstarfi. Feykir sendi nokkrar spurningar á Hólmfríði til að forvitnast um þetta mál og eitt og annað tengt starfsemi skólans.
Meira

„Framtíð kórsins er björt“

Á Hólahátíð sem fram fór um miðjan ágúst stjórnaði Helga Rós Indriðadóttir Skagfirska kammerkórnum í síðasta sinni. Hún hefur verið stjórnandi kórs-ins frá árinu 2013 en lætur nú staðar numið. Helga segist í samtali við Feyki vera mjög þakklát fyrir að hafa unnið með öllu þessu góða fólki og kynnst fullt af góðri tónlist. Hún segir fjölda fólks hafa starfað í kórnum í gegnum árin, endurnýjun hafa verið töluverða en þó eru mörg af stofnfélögum kórsins enn starfandi í honum. Kórinn var stofnaður árið 2000 af Blöndhlíð-ingnum Sveini Arnari Sæmundssyni.
Meira

Frábærir danskennarar í nýjum dansskóla

Menningarfélag Húnaþings vestra er metnaðarfullt félag og fær margar flottar og skemmtilegar hugmyndir. Dansskóli er nýjasta hugmyndin sem orðið hefur að veruleika. Feykir heyrði í Sigurði Líndal formanni Menningarfélagsins og spurði hann aðeins út í tilurð dansskólans.
Meira

Þrír stórleikir í fótboltanum á Norðvesturlandi um helgina

Það verða spilaðir þrír mikilvægir leikir í boltanum hér á Norðurlandi vestra um helgina í þremur mismunandi deildum. Kormákur/Hvöt og Tindastóll spila sína leiki í 3. deild og 4. deild á sama tíma á laugardegi en leikirnir hefjast kl. 14. Á sunnudag fá Stólastúlkur lið Keflavíkur í heimsókn í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna. Þær hefja leik korter yfir fjögur.
Meira