Fréttir

Mynd um meistaravetur Stólanna í vinnslu hjá Skottu

Það voru margir sem glöddust óendanlega í vor þegar lið Tindastóls varð Íslandsmeistari í körfubolta og hafa jafnvel horft á sigursöguna ítrekað í allt sumar, enda veislan endursýnd á Stöð2Sport að því er virðist daglega. Ef svo ólíklega vill til að einhver sé að verða leiður á endurtekningunni þá er gaman og gott að segja frá því að nú vinna Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður hjá Skottu, og samverkafólk hans að mynd um meistaratímabilið og hefur hún þegar hlotið nafnið Velkomnir í Síkið.
Meira

Farskólinn hefur sitt 31. starfsár

Nýtt skólaár er að hefjast hjá Farskólanum – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Nú um helgina og upp úr helgi geta áhugasamir lært kransagerð en kennt verður á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og á Sauðárkróki. Það er fyrsta námskeiðið í fjölbreyttri flóru vef- og staðnámskeiða á haustönn skólans.
Meira

Gunnar Ásgrímsson nýr formaður SUF

Samband ungra Framsóknarmanna hélt 48. sambandsþing sitt á Sauðárkróki helgina 2.- 3. september síðastliðinn. Þar sat ungt Framsóknarfólk og vann öflugt málefnastarf ásamt því að kjósa sér nýja stjórn og nýjan formann, Gunnar Ásgrímsson sem var sitjandi varaformaður, var kosinn nýr formaður. Fráfarandi formaður Unnur Þöll Benediktsdóttir gaf ekki kost á sér áfram eftir tveggja ára formennsku.
Meira

Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi : Sigurjón Þórðarson skrifar

Í upp­hafi kjör­tíma­bils setti mat­vælaráðherra af stað einn fjöl­menn­asta starfs­hóp Íslands­sög­unn­ar und­ir nafn­inu Auðlind­in okk­ar. Mark­miðið, að koma á sátt um stjórn fisk­veiða. All­ir vita að ís­lenska kvóta­kerfið hef­ur um ára­bil mis­boðið rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar. Kvóta­kerfið hef­ur skilað helm­ingi minni afla á land en fyr­ir daga þess og kvótaþegar hafa kom­ist upp með að selja helstu út­flutn­ingsaf­urð þjóðar­inn­ar í gegn­um skúffu­fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um.
Meira

Vilja fleiri frábærar konur af Norðurlandi vestra

Bryndísi Rún Baldursdóttur, markaðsstjóra Ungra athafnakvenna, langar að fá fleiri konur af Norðurlandi vestra til að vera með í þessum frábæra félagsskap sem UAK er. Hún setti sig í samband við Feyki og sagði okkur frá því hvað UAK er og líka hver hún sjálf er. „Stundum gætir þess misskilnings að viðkomandi þurfi að vera í atvinnurekstri til að vera í félaginu, það er alls ekki svo. Þetta er vettvangur fyrir konur til að eflast og styrkja tengslanetið sitt, félagið heldur alls kyns viðburði í þeim tilgangi. Það er ekkert aldurstakmark í félagið, allar konur geta verið ungar í anda svo þeim er öllum velkomið að ganga til liðs við okkur.“
Meira

Góður árangur á Norðurlandamóti í Álaborg

Um síðustu helgi tóku fjórir keppendur frá Skotfélaginu Markviss þátt fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti í haglagreininni Norrænt Trapp (Nordisk Trap) sem fram fór á skotsvæði eins skotfélaganna í Álaborg (Aalborg flugtskydningsforening). Er þetta í fyrsta skipti sem Íslendingum er boðið að taka þátt í þessu móti en auk íslands mættu Færeyingar einnig til keppni, ásamt Norðmönnum, Svíum og Dönum.
Meira

Frábær mæting á sýningaropnun Heima/Home

Um 150 manns lögðu leið sína í Hillebrandtshúsið á Blönduósi á laugardaginn 2. september á opnunardegi sýningarinnar Heima/Home. Þar sýna 20 listamenn af Norðvesturlandi verk sín sem öll tengjast hugmyndinni um hvað heimilið er. Gestir fá einnig tækifæri til að deila sínum sögum eða hugmyndum af heimilinu á samfélagsvegg í sýningarrýminu.
Meira

Emma Katrín og Júlía María gerðu gott mót í Fredrikshavn

Um helgina fór stórt badmintonmót fram í Arena Nord í Fredrikshavn í Danmörku, alls voru um 340 þátttakendur skráðir til leiks og þar af 50 frá Íslandi. Á heimasíðu Tindastóls er sagt frá því að í íslenska hópnum voru tveir þátttakendur frá Badmintondeild Tindastóls, þær Emma Katrín og Júlía Marín Helgadætur.
Meira

Eldislax fannst að líkindum í Blöndu

Sagt er frá því á rúv.is að Blanda hafi um helgina bæst í hóp þeirra laxveiðiáa þar sem nýgenginn eldislax hefur fundist upp á síðkastið. „Það vildi þannig til að Guðmundur Haukur Jakobsson fór að laxastiganum í Blöndu til að hreinsa teljara. Það þarf að gera þegar áin er á yfirfalli. Þegar hann lokaði teljarahólfinu var í honum lúsugur lax. Hann háfaði tvo þeirra upp, drap þá og þótti þeir bera öll merki eldislax,“ segir í fréttinni.
Meira

Stóla- og Keflavíkurstúlkur skiptu með sér stigunum

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust á Sauðárkróksvelli í dag í fyrstu umferð úrslitakeppni liðanna í neðri hluta Bestu deildarinnar. Suðvestan strekkingur setti talsvert strik í leikinn en var þó ekki það strembinn að ekki væri hægt að spila boltanum. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Stólastúlkur jöfnuðu eftir klukkutíma leik og þar við sat. Lokatölur 1-1 og verða það að teljast nokkuð sanngjörn úrslit.
Meira