Aðeins 353 laxar komnir á land í Blöndu

Það finnst mörgum gaman að veiða í Blöndu en veiðin hefur verið dræm í sumar. MYND AF SÍÐU STARA
Það finnst mörgum gaman að veiða í Blöndu en veiðin hefur verið dræm í sumar. MYND AF SÍÐU STARA

Húnahornið segir frá því að laxveiði í sjö helstu laxveiðiánum í Húnavatnssýslum hafi verið dræm í sumar. Marga veiðimenn í eldri kantinum dreymir enn dýrðardaga í Blöndu á síðustu öld en í gær var aðeins búið að veiða 353 laxa í ánni og þar sem hún er komin á yfirfall þá stefnir í lélegasta í laxveiðisumar í Blöndu síðan 1994 en þá veiddust 357 laxar.

Á Húna.is segir: „Um svipað leyti í fyrra höfðu veiðst yfir tólfhundruð laxar í Miðfjarðará en það sem af er þessu sumri eru þeir orðnir 975. Miðfjarðará er samt fimmta aflamesta á landsins.

Í Laxá á Ásum hafa veiðst 545 laxar sem af er sumri en um svipað leyti í fyrra höfðu veiðst 723 laxar. Í Víðidalsá hafa veiðst 467 laxar, samanborið við 587 um svipað leyti í fyrra. Veiðst hafa 285 laxar í Vatnsdalsá (301 í fyrra), 92 í Hrútafjarðará (165 í fyrra) og 68 í Svartá (124 í fyrra).“

Laxveiðitölur má sjá á www.angling.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir