Emma Katrín og Júlía María gerðu gott mót í Fredrikshavn

Júlía Marín og Emma Katriín með verðlaunin. MYND AF SÍÐU BADMINTONDEILDAR TINDASTÓLS
Júlía Marín og Emma Katriín með verðlaunin. MYND AF SÍÐU BADMINTONDEILDAR TINDASTÓLS

Um helgina fór stórt badmintonmót fram í Arena Nord í Fredrikshavn í Danmörku, alls voru um 340 þátttakendur skráðir til leiks og þar af 50 frá Íslandi. Á Facebooksíðu Badmintondeildar Tindastóls er sagt frá því að í íslenska hópnum voru tveir þátttakendur frá Badmintondeild Tindastóls, þær Emma Katrín og Júlía Marín Helgadætur.

„Júlía keppti í U13B í einliðaleik og tvenndarleik og U15C í tvíliðaleik. Hún og Erik Valur frá BH gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið í tvenndarleik. Emma Katrín spilaði í U17-19B í einliðaleik og tvíliðaleik, en senior c í tvenndarleik. Emma vann alla leikina sína á mótinu og allar greinarnar sem hún keppti í, í tvíliðaleik spilaði hún með Lenu frá BH og í tvenndarleik með Jón Sverri, einnig frá BH,“ segir í fréttinni.

Aldeilis frábær árangur hjá stelpunum og góð byrjun á keppnistímabilinu. Æfingatímabilið hefst á morgun, 5. september.

Badmintonæfingar í vetur verða sem hér segir:
1.-4.bekkur: Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl 16:10-17:00
5.-10.bekkur: Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl 17.00-17.50

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir