Emma Katrín og Júlía María gerðu gott mót í Fredrikshavn
Um helgina fór stórt badmintonmót fram í Arena Nord í Fredrikshavn í Danmörku, alls voru um 340 þátttakendur skráðir til leiks og þar af 50 frá Íslandi. Á Facebooksíðu Badmintondeildar Tindastóls er sagt frá því að í íslenska hópnum voru tveir þátttakendur frá Badmintondeild Tindastóls, þær Emma Katrín og Júlía Marín Helgadætur.
„Júlía keppti í U13B í einliðaleik og tvenndarleik og U15C í tvíliðaleik. Hún og Erik Valur frá BH gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið í tvenndarleik. Emma Katrín spilaði í U17-19B í einliðaleik og tvíliðaleik, en senior c í tvenndarleik. Emma vann alla leikina sína á mótinu og allar greinarnar sem hún keppti í, í tvíliðaleik spilaði hún með Lenu frá BH og í tvenndarleik með Jón Sverri, einnig frá BH,“ segir í fréttinni.
Aldeilis frábær árangur hjá stelpunum og góð byrjun á keppnistímabilinu. Æfingatímabilið hefst á morgun, 5. september.
Badmintonæfingar í vetur verða sem hér segir:
1.-4.bekkur: Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl 16:10-17:00
5.-10.bekkur: Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl 17.00-17.50
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.