Farskólinn hefur sitt 31. starfsár

Myndin er tekin eftir aðalfund Farskólans 7. júní síðastliðinn. Frá vinstri í efri röð: Rakel Runólfsdóttir, Bryndís Lilja Hallsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir og Ingileif Oddsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Bryndís Þráinsdóttir, Guðmundur Finnbogason og Elín Aradóttir. MYND: FARSKÓLINN
Myndin er tekin eftir aðalfund Farskólans 7. júní síðastliðinn. Frá vinstri í efri röð: Rakel Runólfsdóttir, Bryndís Lilja Hallsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir og Ingileif Oddsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Bryndís Þráinsdóttir, Guðmundur Finnbogason og Elín Aradóttir. MYND: FARSKÓLINN

Nýtt skólaár er að hefjast hjá Farskólanum – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Nú um helgina og upp úr helgi geta áhugasamir lært kransagerð en kennt verður á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og á Sauðárkróki. Það er fyrsta námskeiðið í fjölbreyttri flóru vef- og staðnámskeiða á haustönn skólans.

Í október og nóvember bætast við mýmörg námskeið tengd matvinnslu og fer sú kennsla fram í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. Hægt er að kynna sér námskeiðin sem í boði eru á heimasíðu Farskólans með því að smella hér >

Þá má geta þess að í júní var ný stjórn kjörin á aðalfundi Farskólans en samkvæmt stofnskrá sitja í stjórn fulltrúar frá stéttarfélögum, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Hólaskóla, sveitarfélögum og fyrirtækjum og stofnunum. Stjórnin er kjörin til tveggja ára í senn.

Í stjórn Farskólans sitja nú; Guðmundur Finnbogason frá Samstöðu, fyrir hönd stéttarfélaga, Hólmfríður Sveinsdóttir fyrir hönd Háskólans á Hólum, Ingileif Oddsdóttir fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Kristófer Már Maronsson fyrir hönd sveitarfélaga (Skagafjörður) og Kristrún Snjólfsdóttir fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (fyrirtæki). Bryndís Þráinsdóttir er framkvæmdastjóri Farskólans en auk hennar starfa Halldór Gunnlaugsson og Jóhann Ingólfsson hjá skólanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir