feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
04.10.2023
kl. 14.05
Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var 17. – 19. mars 2023 krefst þess að sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins vinni markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Loftmengun hefur neikvæð áhrif á heilsu almennings og ekki hefur tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning og yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma. Þá hvetur fundurinn stjórnvöld til þess að tryggja að nægar heimildir séu í lögum og reglum svo ávallt séu góð loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um.
Meira