Umferð hleypt á nýja Þverárfjallsveginn
Umferð hefur verið hleypt á nýja hluta Þverárfjallsvegar á milli Blönduóss og Skagastrandar. Um er að ræða átta kílómetra langan kafla í Refasveit og Skagastrandarveg. Þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir umferð þá er enn verið að vinna við veginn. Hraði hefur verið tekin niður í 70 km/klst vegna steinkasts og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega og virða merkingar.
Samkvæmt upplýsingum Feykis stendur til að opnunarhátíð og vígsla á nýja veginum verði upp úr miðjum októbermánuði.
Einnig er nú unnið að vegagerð á Vatnsnesvegi á milli Kárastaða og Skarðs á 8 km kafla. Hjáleið verður merkt á svæðinu. Áætlað er að vinna standi fram á haust 2024
Þá er unnið að uppbyggingu nýs vegar austan til á Laxárdalsheiði, úr Hrútafirði og yfir í Dali. Vegna slitlagsframkvæmda er búið að loka veginum. Áætlað er að opna aftur mánudaginn 2. október Bent er á hjáleið um Bröttubrekku (60) og Holtavörðuheið (1).
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.