Bændafundir Líflands
Dagana 3.-5. október mun Lífland standa fyrir bændafundum á sex stöðum á landinu. Í okkar fjórðungi verða fundir haldnir í Verslun Líflands á Blönduósi 4. október frá klukkan 19:00-21:30 og í Skagafirði á Hótel Varmahlíð 5. Október frá klukkan 12:00-15:00. En nánari staðsetningar og tímasetningar má finna HÉR.
Fram kemur á heimasíðu Líflands að fundirnir séu öllum bændum opnir og boðið verður uppá léttar veitingar, happdrætti, fræðusluerindi í samstarfi við sérfræðinga frá Trouw Nutrition í Hollandi og lofa þeir líka skemmtilegum umræðum.
Þema fundarins verður skilvirk fóðrun, bættur aðbúnaður og hvernig þessir þættir geta unnið saman að lægra kolefnisspori. Einnig verður komið inn á fengieldi sauðfjár og fóðrun í aðdraganda burðar.
Lífland óskar eftir að þú látir þá vita hvort þú sjáir þér fært að mæta og hvar, með því að skrá þig HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.