Stólarnir í þriðja sæti að lokinni fyrri umferð 4. deildar

David Bjelobrk geysist upp hægri kantinn í leik gegn liði KÁ um síðustu helgi. MYND: ÓAB
David Bjelobrk geysist upp hægri kantinn í leik gegn liði KÁ um síðustu helgi. MYND: ÓAB

Fyrri umferðinni í 4. deild karla í knattspyrnu lauk í Borgarnesi í gær þegar Skallagrímur fékk lið Tindastóls í heimsókn. Tæknilega séð var þetta reyndar fyrsti leikurinn í síðari umferðinni en eins og staðan er núna hafa öll liðin í deildinni spilað níu leiki. Stólarnir sóttu ekki gull í greipar Skallanna í fyrra en í gær gekk betur og strákarnir krætu í þrjú mikilvæg stig og eru nú í þriðja sæti deildarinnar. Lokatölur 1-3.

Það var þjálfarinn Dominic Furness sem fór fyrir sínum mönnum og kom liði Tindastóls yfir strax á 11. mínútu. Níu mínútum síðar tvöfaldaði Manuel Ferriol Martinez forystuna en í uppbótartíma minnkaði Pétur Lárusson muninn fyrir Borgnesinga og kom þeim inn í leikinn. Það var hins vegar Jónas Aron Ólafsson sem gerði út um leikinn þegar hann gerði þriðja mark Stólanna á 70. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki.

Sem fyrr segir fleytti sigurinn Stólunum upp í þriðja sæti deildarinnar, þeir sitja þar með 16 stig að loknum níu leikjum, hafa unnið fjóra leiki, gert fjögur jafntefli og tapað einum leik. Þrjú þessara jafntefla hafa verið gegn hinum þremur toppliðum deildarinnar á útivelli og eiga Stólarnir því heimaleikina til góða gegn Ými, Hamri og Árborg.

Næsti leikur Tindastóls er hér heima á mánudaginn en þá koma Skallagrímsmenn norður og spila margfrestaðan leikinn gegn liði Tindastóls. Veðurspáin gerir ráð fyrir geggjuðu fótboltaveðri, 16 stiga hita og hægum vindi, svo onandi hefst það í þetta skiptið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir