Fréttir

Fyrirliðinn Acai áfram með Kormáki/Hvöt

„Þau gleðitíðindi bárust að norðan með seinni rútunni að fyrirliði Kormáks Hvatar, Acai Nauset Elvira Rodriguez, hefði framlengt samning sinn og myndi leika með liðinu í sumar!.“ Þannig hófst tilkynning á Aðdáendasíðu Kormáks á Facebook í gærkvöldi en Acai hefur leikið 70 leiki með liði Kormáks/Hvatar á fjórum tímabilum.
Meira

Samningaviðræður þungar og erfiðar

Það er allt útlit fyrir að verkfall kennara skelli á í fyrramálið en um er að ræða 14 leikskóla þar sem verkföllin eru ótímabundin, kennarar sjö grunnskóla fara í verkfall ýmist í þrjár eða fjórar vikur en óljóst er með verkföll í framhalds- og tónlistarstkólum. Líkt og Feykir hefur áður greint frá eru kennarar leikskólans Ársala á leið í verkfall á ný.
Meira

Ferð björgunarsveitarfélaga með Múlafossi í aftakaveðri í kjölfar snjóflóðsins í Súðavík

Nú eru liðin þrjátíu ár frá því snjóflóðin féllu á Súðavík en þar létust 14 manns. Feykir komst yfir frásögn Jóns Halls Ingólfssonar, heiðursfélaga Skagfirðingarsveitar, af því þegar hópur úr björgunarsveitinni lagði í sjóferð með Múlafossi, vestur til að aðstoða við björgun. Þessa daga var veðrið stjörnubrjálað og allar aðgerðir erfiðar. Ferðin varð söguleg og mikil lífsreynsla fyrir þau sem í hana fóru og eitthvað sem gleymist sjálfsagt aldrei.
Meira

Rabb-a-babb: Þórdís

G. Þórdís Halldórsdóttir býr á Ytri Hofdölum í Viðvíkursveit, fædd á því herrans ári 1987, ári eftir að foreldrar hennar þau Halldór Jónasson og Halldóra Lilja Þórarinsdóttir fluttu í Skagafjörðinn úr Svarfaðardalnum, sem Þórdís segir hafa verið það gáfulegasta sem þau hafi gert.
Meira

Setið eftir með sárt ennið | Leiðari 4. tbl. Feykis 2025

Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og það á ekki hvað síst við í íþróttum og hvergi meir en í þjóðaríþróttinni, handbolta, þar sem vonir og væntingar eiga það til að rjúka upp í svo miklar hæðir að ekkert blasir við annað en hyldýpið þegar sætir draumarnir breytast í skelfilega martröð.
Meira

Bruchetta og karrýfiskurinn hennar mömmu | Matgæðingur Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 14, 2024, voru Berglind Ósk Skaptadóttir, dóttir Skapta frá Hellulandi og Sillu frá Ljósalandi/Bergstöðum, og Guðmar Freyr Magnússon, sonur Valborgar frá Tunguhálsi 2 og Magnúsar Braga frá Íbishóli. Berglind og Guðmar eru bæði uppalin í Skagafirði og eiga saman tvo drengi. 
Meira

Gengið frá ráðningu þjálfara meistaraflokka Tindastóls

Loks berast nú fréttir frá knattspyrnudeild Tindastóls en á heimasíðu UMFT var sagt frá því í dag að bræðurnir Halldór Jón (Donni) og Konráð Freyr (Konni) Sigurðssynir hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokksliða Tindastóls til næstu þriggja ára.
Meira

Nördalegast líklega að hafa farið í Harry Hole bókagöngu um Osló

Síðast fórum við yfir hnöttinn alla leið til Ástralíu og töluðum við Hönnu Kent. Að þessu sinni skruppum við fram í mekka Skagafjarðar, Varmahlíð. Þar situr fyrir svörum Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi og doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, eiginkona og móðir. Spurningin er hvort doktorsnemi hafa tíma til að lesa eitthvað annað en námsbækur. Við sendum Bók-hald á Sirrý til að komast að því.
Meira

Gæsalæri og hraðkaka | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar í tbl 13, 2024, var Guðrún Ólafsdóttir á Kríthóli í Skagafirði en hún fékk áskorun frá Eyrúnu Helgadóttur sem býr á Akurbrekku í Húnaþingi vestra. Guðrún er gift Sigþóri Smára Sigurðssyni og þau eiga saman tvær stelpur, þær Rebekku Ósk og Snæbjörtu Ýr.
Meira

Tobbi sofnaði í öllum hávaðanum | Ég og gæludýrið mitt

Systurnar Ragna og María Valdimarsdætur sem búa á Bárustígnum á Króknum eiga einn Miniature Schnauzer sem heitir Tobbi. Þær eru dætur Valdimars Péturssonar og Evu Kuttner en þau fluttu á Krókinn sumarið 2022 en bjuggu áður í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Móðir stelpnanna segir að það hafi víst aldrei verið planið að eignast hund en eftir að þau fluttu á Krókinn þá fór þau að langa meira og meira og létu svo verða af því.
Meira