Fréttir

Jón Oddur komst í átta manna úrslit á Akureyri Open

Um síðustu helgi var haldið stærsta, fjölmennasta og flottasta pílumót ársins á Íslandi, Akureyri Open, sem fram fór í Sjallanum. Skráðir keppendur voru 222 talsins, 192 karlar og 30 konur. Pílukastfélag Skagafjarðar átti að sjálfsögðu sína keppendur á þessu móti, fjóra í karlaflokk og tvo í kvennaflokki.
Meira

Skandall í Sauðárkrókskirkju

Það er óhætt að segja að hefð sé orðin fyrir því að tónleikar séu haldnir að kvöldi skírdags í Sauðárkrókskirkju og verður ekki breyting á því í ár.
Meira

Tónleikar, utanlandsferð og upptökur á döfinni

„Við byrjuðum á að fara austur á land; Eskifjörð og Egilsstaði og fengum ljómandi aðsókn en það var nánast fullt á Egilsstöðum,“ segir Hinrik Már Jónsson kórfélagi þegar Feyki spyr út í flandrið á Heimismönnum og hvernig hafi gengið. „Reykavíkurferðin var frá föstudegi til sunnudags. Við byrjuðum á föstudagskvöldi á Akranesi og var aðsókn prýðileg. Síðan var aðalstöffið í Langholtskirkju á laugardaginn og var fullt út úr dyrum og mikið klappað. Við fluttum þrjú aukalög sem er óvenjulega mikið. Um kvöldið gerðu Heimisdrengir sér síðan glaðan dag á Hótel Grand.“
Meira

Tindastóll er mitt lið og því fær enginn breytt

Stuðningsmenn Tindastóls í körfunni er sumir hverjir eiginlega alveg ga-ga. Í bílferð um daginn hleraði Feykir alveg óvart samtal þar sem fram kom að viðmælandinn, sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu, hafði aðeins misst af einum eða tveimur leikjum Tindastóls í vetur. Þá erum við ekki að tala um í sjónvarpinu heldur hefur hann í öllum tilfellum mætt á pallana með raddböndin í lagi og hjartað á réttum stað. Að símtali loknu var því spurst fyrir um hver viðmælandinn var og það reyndist hafa verið Halldór Ingi Steinsson. Það var því borðleggjandi að ná tali af honum.
Meira

Stökkmót Smára verður laugardaginn 12. apríl

Þau leiðu mistök urðu við uppsetningu á Sjónhorni vikunnar að vitlaus dagsetning var í auglýsingu frá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára. Hér kemur rétta auglýsingin en þau ætla að halda Stökkmót Smára í öldungaflokkum kvenna og karla innanhúss í Íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 12. apríl 2025, kl. 11.
Meira

Pétur Jóhann mætir á Blönduós

Nú er Pétur Jóhann Sigfússon að koma í Húnavatnssýsluna með uppistand. Hann þarf nú sennilega ekki  að kynna fyrir fólki og alveg óhætt að fullyrða að um einn allra fyndnasta mann landsins er að ræða. 
Meira

Fermingar-Feykir kominn út

Fermingar-Feykir fer í dreifingu í dag. Blaðið er 28 síður og má segja að efnistök séu sígild; rætt er við væntanleg fermingarbörn og nokkra sem fermdust fyrir einhverjum árum síðan og síðan má finna í blaðinu viðtöl og umfjallanir. Sumt tengist fermingum en annað ekki.
Meira

Stólastúlkur úr leik eftir rimmu við meistaralið Keflavíkur

Stólastúlkur sóttu Keflvíkinga heim í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í gærkvöldi. Stúlkurnar okkar voru með bakið upp að vegg, voru 2-0 undir í einvíginu og ekkert nema sigur kom til greina ætluðu þær sér lengra í úrslitakeppninni. Það vantaði ekki viljann en niðurstaðan var sú að þær mættu ofjörlum sínum í Blue-höllinni, Íslandsmeistararnir gáfu hvergi eftir og kæmi hreinlega ekki á óvart að eftir brambolt yfir tímabilið þá endi þær keflvísku á að verða meistarar enn og aftur. Lokatölur í gær voru 88-58.
Meira

Ungir Skagstrendingar í fjársjóðsleit

Það segir frá því á vef Höfðaskóla á Skagaströnd að í dag tóku nemendur þátt í skemmtilegu útinámi þar sem þeir æfðu kortalæsi, upplýsingalestur og leiðsögn. Verkefnið fór fram á tjaldsvæðinu og var unnið í fimm hópum.
Meira

Dalalíf á Hofsósi

Unglingastig GaV setur á svið Dalalíf, leikgerð eftir Ragnheiði Halldórsdóttur kennara á unglingastigi og nemendur. Leikgerðin er byggð á kvikmyndinni sígildu eftir Þráin Bertelsson. Sýningar verða á morgun miðvikudaginn 9. apríl klukkan 18:00 og fimmtudaginn 10. apríl klukkan 20:00. 
Meira