Fermingar-Feykir kominn út

Fermingar-Feykir glóðvolgur. MYND: ÓAB
Fermingar-Feykir glóðvolgur. MYND: ÓAB

Fermingar-Feykir fer í dreifingu í dag. Blaðið er 28 síður og má segja að efnistök séu sígild; rætt er við væntanleg fermingarbörn og nokkra sem fermdust fyrir einhverjum árum síðan og síðan má finna í blaðinu viðtöl og umfjallanir. Sumt tengist fermingum en annað ekki.

Stærri viðtöl blaðsins eru við Sigrúnu Indriðadóttur í Rúnalist, Atla Dag Stefánsson tónlistarmann og Dagur í lífi brottfluttra bankar upp á hjá Áróru Árnadóttur í Köben. Það er spjallað við Lindu Ben og fengna hjá henni uppskriftir að fermingartertum, við skoðum heitar fermingargjafir og fermingartískuna.

Verðlaunakrossgátan sem Palli Friðriks galdrar að venju fram er á sínum stað og þá má finna í blaðinu lista yfir þá sem fermast í kirkjunum á Norðurlandi vestra.

Blaðinu er einungis dreift til áskrifenda en það má nálgast í verslunum og rafrænir áskrifendur Feykis geta að sjálfsögðu skoðað blaðið á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir