Vinadagur 2016
- Dags.: 20.10.2016
Það var mikið fjör og mikil stemning í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þegar Vinadagurinn í Skagafirði 2016, var haldinn hátíðlegur í gær. Þetta mun hafa verið í fimmta skiptið sem hann er haldinn.
Allir nemendur grunnskólanna í Skagafirði hittust í íþróttahúsinu ásamt skólahópum leikskólanna og fyrstu árs nemum FNV og skemmta sér saman eins og sannir vinir eiga að gera. Dagskráin samanstóð af samveru, söng, leik og dansi.