Lokaþáttur Fyrirmyndafrumkvöðla
- Dags.: 07.01.2016
Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla var sýndur beint frá Sauðárkróki á Feyki.is. Sent var út frá stúdíói SkottaFilm og þangað mættu fulltrúar fyrirtækjanna sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð og góðir gestir til að um ræða frumkvöðlastarf.
Gestirnir eru Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði og Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórnendamarkþjálfi. Þórður Erlingsson framkvæmdastjóri InExchange í Svíþjóð ætlaði að vera með okkur í gegnum Skype en ekki verður úr því vegna tæknilegra vandamála. Rætt verður um verkefni þátttakendanna og frumkvöðlastarf vítt og breitt.
Fyrirmyndarfrumkvöðlar er samstarfsverkefni Feykis og Skottu kvikmyndafjelags. Þáttagerðin er í höndum Árna Gunnarssonar kvikmyndagerðarmanns, Berglindar Þorsteinsdóttur, ritstjóra Feykis og Kristínar Einarsdóttur, blaðamanns hjá Feyki. Þáttarstjórnendur eru Berglind og Kristín en um upptökur og eftirvinnslu sér Árni Gunnarsson.