Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd er flestum duglegri við að setja saman vísur og ljóð og sendir Feyki til birtingar. Reglulega smalar hann nokkrum vísum saman í skjal, kannski á mánaðarfresti eða svo, og nú hefur Feykir fengið leyfi frá honum til að birta þá þætti hér á Feykir.is eftir að þeir hafa birst í pappírsútgáfu Feykis.
Kvenfélag Rípurhrepps, sem er elsta kvenfélag landsins, vill með þessari ályktun lýsa yfir þungum áhyggjum sínum og eindreginni andstöðu við áform meirihluta sveitastjórnar Skagafjarðar ásamt Byggðalista, um að setja félagsheimili Rípuhrepps í opið söluferli og selja það til einkaaðila.
Feykir óskar konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt í dag, 8. mars. Ætli það séu einhverjir karlar sem hugsa með eftirsjá til eldri tíma þegar karlar röðuðu sér í öll helstu embætti þjóða heimsins? Vonandi eru þeir ekki margir en ekki verður annað sagt en að nú er þessu öfugt farið, í það minnsta hér á Íslandi.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!