Glanni glæpur
- Dags.: 13.03.2018
Glanni glæpur í Bifröst – Myndband
Í Latabæ leikur allt í lyndi, allir eru vinir, lifa heilbrigðu lífi og una glaðir við sitt. Solla stirða er orðin kattliðug. Halla hrekkjusvín er næstum alveg hætt að hrekkja. Siggi sæti borðar grænmeti í gríð og erg, bæjarstjórinn bíður eftir forsetaheimsókn og Stína símalína er stanslaust í símanum. Allt eins og það á að vera. En dag einn birtist furðufugl í bænum. Sjálfur Glanni glæpur er kominn til sögunnar.
Leikhópur 10. bekkjar Árskóla frumsýnir leikritið um Glanna glæp í Bifröst miðvikudaginn Feykir brá sér á æfingu stuttu fyrir frumsýningu og ræddi við persónur Latabæjar og fólkið sem vinnur baksviðs og lætur hlutina ganga upp.