Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði.
Kristinfræði er ekki lengur á námsskrá grunnskólans. Undirritaður kenndi boblíusögur í grunnskóla um árabil, 2-3 stundir á viku hverri, en þá var kristinfræðin ein af höfuðnámsgreinum skólans. Síðan var kristinfræðikennslu hætt að boði fræðsluyfirvalda en greinin sett undir samfélagsfræði. Í aðalnámskrá grunnskóla var í staðinn gert ráð fyrir einhverri fræðslu um helstu trúarbrögð heims, og þar með talinni kristinni trú, en skólum líklega nokkuð í sjálfsvald sett hvernig þeir höguðu slíkri fræðslu. Oft önnuðust prestar kennslu í kristnum fræðum.
Framundan eru breytingar á netmiðlinum okkar, Feyki.is. Nútíminn kallar á nokkrar breytingar og þó sumum finnist nútíminn trunta þá er nú jafnan betra að mæta honum með opnum huga og gera sitt besta til að aðlagast breyttum aðstæðum.
Herra Hundfúll er viðkvæmur að eðlisfari og má ekkert aumt sjá né heyra. Í gærkvöldi settist hann í makindum niður fyrir framan imbakassann til að horfa á körfuboltaleik milli Aþenu og Tindastóls sem fram fór í Breiðholti. Eftir nokkurra mínútna áhorf gafst hann upp eftir að hafa hlustað á svívirðingar og munnsöfnuð þjálfara heimaliðsins í garð eigin leikmanna.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.