Nú þegar við siglum inn í nýja árið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og flýtur hugur þá oftar en ekki til æskuáranna, heim í Skagafjörðinn, þar sem landfestar lífs okkar margra eru sjálfsagt enn bundnar. Þegar ég hugsa til þessara tíma er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa alist upp í samfélagi sem ég fann að ég var partur af, með fólki sem veitti mér rými til þess að vera ég sjálf, á sama tíma og það gaf mér tækifæri til að efla mig, vaxa og rækta sem manneskju.
FISK Seafood fagnar á þessu ári 70 ára afmæli sínu. Fyrstu skrefin í sögu félagsins voru stigin á Þorláksmessu árið 1955 þegar Fiskiðja Sauðárkróks hf. var stofnuð. Ekki verður annað sagt en að síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í metnaðarfullri uppbyggingu starfseminnar. Við stefnum að því að fagna þessum tímamótum með margvíslegum hætti þegar líður á árið og finna okkur m.a. verðug verkefni til þess að styðja við bæði í starfsmannahópi okkar og nærsamfélagi.
„Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.