Tendrun jólaljósa á Sauðárkróki 2019
- Dags.: 08.12.2019
Þrátt fyrir smá rigningarúða og snjóleysi var ljómandi góð stemning á Sauðárkróki þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorginu 30. nóv 2019 en tréð kemur úr svokölluðum hátíðarreit í Skógarhlíðinni ofan við Sauðárkrók. Líkt og fyrri ár stigu barnakórar á svið og sungu jólasöngva, Lína Langsokkur og vinir hennar skemmtu krökkum og Laufey Kristín Skúladóttir hélt hátíðarræðu.
En það eru náttúrulega Grýla og Leppalúði sem eiga þennan árstíma öðrum fremur sem og synir þeirra, jólasveinarnir og ollu þau börnunum ekki vonbrigðum með návist sinni.
Hér fyrir neðan má sjá nokkur skot frá athöfninni.