1.maí hefur löngum verið dagur samstöðu, baráttu og vonar. Þetta er dagur verkalýðsins sem hefur lengi barist fyrir betri kjörum, styttri vinnudegi, mannsæmandi launum og auknu öryggi á vinnustöðum. En þessi dagur er líka áminning um að baráttan er ekki búin, hún heldur áfram í nýjum myndum, með nýjum áskorunum og nú á Kvennaári 2025 hefur hún aldrei verið mikilvægari.
Aðalfundur Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) var haldinn á Akureyri helgina 11. – 12. apríl síðastliðinn. Félagið vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum slökkviliða um land allt og er fundurinn mikilvægur vettvangur þar sem slökkviliðsstjórar landsins koma saman til að ræða málefni brunavarna, áskoranir í starfi slökkviliða og miðla reynslu sinni á því sviði. Undirritaður var samstarfssamningur um áframhaldandi þróun og rekstur Brunavarðar. Nýr samstarfshópur stofnaður um uppbyggingu æfingasvæða fyrir slökkvilið landsins og HMS kynnti tvær nýjar leiðbeiningar um heimildir slökkviliða til eftirlits og aðgangs að húsnæði og hins vegar beitingu stjórnvaldssekta
Ég vil byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs sumars á þessum fallega degi sem jafnframt er síðasti sunnudagur aprílmánaðar, en hann hefur verið upphafsdagur Sæluviku Skagfirðinga í um 30 ár. Sæluvika Skagfirðinga á sér hins vegar mun lengri sögu, en heimildir herma að Sæluvikan hafi orðið til í framhaldi af svokölluðum sýslunefndarfundum sem haldnir voru einu sinni á ári með Sýslumanni og helstu forsvarsmönnum allra hreppa í Skagafirði.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!