Einn koss enn
- Dags.: 27.04.2018
Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan - Myndband
Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir gamanleikinn Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan nk. sunnudag klukka 20. Leikritið fjallar um glaumgosann Jónatan sem býr með þremur flugfreyjum en þær eru á stanslausum þeytingi, hver í sinni þotunni hjá sitthverju flugfélaginu. Góð skipulagning Jónatans, og liðlegheit húshjálparinnar, gerir það að verkum að þær vita ekki hver af annarri.
Allt gengur þetta vel þangað til einn daginn er flugfélögin endurnýja flugflota sína og áætlanir breytast og þar með skipulagið sem virkaði fram að því.
Ekki bætir það úr skák að Robbi, „besti vinur“ Jónatans dúkkar upp og ruglar ruglið enn meira.