Aðsent efni

Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-2015 - Örstutt gláp á tölur

Fyrir töluótt fólk getur verið fróðlegt að glugga í íbúatölur enda kemur margt athyglisvert í ljós þegar þær eru skoðaðar betur. Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-15 er hér til lauslegrar skoðunar, skipt niður eftir þéttbýlisstöðum og dreifbýli. Íbúaróunin er eitthvað misjöfn innan landshlutans en almennt fækkar íbúum á öllu svæðinu. Alls um 850 manns á 15 árum eða rúm 10%. Slík fækkun íbúa er væntanlega verðugt umhugsunarefni.
Meira

Að leita langt yfir skammt

Á Norðurlandi vestra hafa þó nokkrir forystumenn í sveitarstjórnum lagt í miklar langferðir, þeir hafa farið alla leið til Kína, til þess að biðla til þarlendra um að koma upp iðjuveri við Skagaströnd. Auðvitað er rétt að skoða alla möguleika til atvinnusköpunar, en þá er nánast kjánalegt að rýna ekki í nærtækasta kostinn áður en heimdraganum er hleypt svo langar leiðir.
Meira

Ferð að Öskugosinu í október 1961

Það var 12. október á því herrans ári 1961 sem jarðskjálftamælar hér á landi fóru að sýna jarðskorpuhreyfingar, sem vísindamenn töldu benda til að eitthvað óvenjulegt væri á seyði í Dyngjufjöllum. Nokkrum dögum síðar, eða 19. október urðu vísindamenn, sem staddir voru á svæðinu, áhorfendur að því að stórkostlegur hver myndaðist nærri Öskjuopi og spjó leir og grjóti yfir næsta umhverfi sitt. Nokkru síðar hætti að mestu vatnsrennsli frá hvernum og töldu vísindamenn það benda til þess að kvika hefði soðið allt vatn úr berggrunninum og hún nálgaðist yfirborðið.
Meira

Öryggismál sjómanna í forgang

Öryggismál sjómanna hafa mikið verið í umræðunni undanfarið í ljósi hörmulegs sjóslyss sem varð í sumar þegar Jón Hákon BA–60 sökk út af Aðalvík og einn maður fórst en þrír komust lífs af þegar nálægur bátur kom þeim til bjargar á ögurstundu.
Meira

Vetrarþjónusta, fjármálaráðherra og veruleiki dagsins

Á dögunum mælti fjármálaráðherra fyrir fjáraukalögum. Sá hann sérstaka ástæðu til að staldra við vetrarþjónustukostnað Vegagerðarinnar og klykkti út með: „Þar vísa ég til þess að í vetrarþjónustu, eins og annars staðar í stofnanakerfinu, er ekki hægt að útiloka að menn þurfi að aðlaga þjónustustigið að þeim veruleika sem mönnum er búinn við fjárlagagerðina. Það er hinn kaldi veruleiki svo margra stofnana í ríkiskerfinu og hlýtur að eiga við í Vegagerðinni.“
Meira

Um bókina Kveikjur

Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur við Landsspítalann skrifar:
Meira

Fljót er nóttin dag að deyfa

Hvert sæti var skipað á Hótelinu í Varmahlíð er á dögunum var haldin gleðisamkoma til að fagna útkomu ljóðabókarinnar „Fljót er nóttin dag að deyfa“ sem Bókaútgáfan Veröld gefur út og hefur að geyma úrval kveðskapar eftir hagyrðinginn og hestamanninn Sigurð Óskarson í Krossanesi.
Meira

Tjón af völdum dýrbíta

Hinn 15. desember 2003 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að fjalla um áhrif refs í íslenskri náttúru, gera tillögur um aðgerðir til að draga úr tjóni, fjalla um viðgang refastofnsins á vernduðum svæðum og áhrif hans á lífríkið þar. Nefndin fjallaði um tjón af völdum refa í landbúnaði, þ.e. lambadráp, bit á sauðfé og tjón í æðarvarpi. Skýrsla um áætlun refaveiða 2014–2016 er afrakstur þessarar vinnu og eru refaveiðar í dag framkvæmdar eftir tillögum nefndarinnar.
Meira

Skólamál í Varmahlíð heildstæð lausn eða plástrar?

Opið bréf til íbúa sveitarfélagsins Skagafjarðar, foreldra og starfsfólks leikskólans, grunnskólans og tónlistarskólans í Varmahlíð
Meira

Er sjálfsagt að sjúkraliðar hlaupi hraðar?

Síðustu ár hefur álag á sjúkraliða aukist mjög og valdið m.a stoðkerfisvandamálum og auknum veikindum. Vaktir eru undirmannaðar, öll rúm full og því alls ekki samræmi á milli mönnunar og hjúkrunarþyngdar. Það þykir því miður sjálfsagt að sjúkraliðar hlaupi hraðar, en er það sjálfsagt?
Meira