Aðsent efni

Landsbyggðargleraugun og þjóðarkakan

Fjárlögin liggja nú fyrir, fyrsta umræða hefur farið fram og frumvarpið komið til fjárlaganefndar. Nú þegar afrakstur erfiðra aðgerða sem gerðar voru vegna efnahagshrunsins er að skila ríkissjóði góðum tekjuafgangi mætti ætla að fjárlögin bæru þess vitni og veruleg innspýting væri í málaflokka sem höfðu tekið á sig skerðingar og nú væri komið að því að setja verulega fjármuni í innviðauppbyggingu samfélagsins.
Meira

Erum við eftirá og með allt niðrum okkur?

Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv.
Meira

Kvennamótið Skyttan

Sumarið er búið að vera annasamt hjá keppnisfólki í skotfimi þetta árið en nú er komið að loka mótinu sem að haldið verður á Skotsvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi núna á laugardaginn 12. september og hefst klukkan 12. Átta galvaskar konur eru skráðar til leiks og eru fimm af þeim í nýliðaflokknum. Mótið ber nafnið Skyttan en þetta er kvennamót sem að hefur verið að festa sig í sessi síðustu ár hér á landi.
Meira

Áfram er grafið undan heilbrigðisþjónustu í Skagafirði

Sveitarstjórnum og öðrum íbúum Skagafjarðar var á dögunum kynnt með auglýsingu í héraðsmiðlum að Læknavaktin ehf í Reykjavík myndi frá 1. september taka við allri síma- og vaktþjónustu utan dagtíma vegna heilbrigðisþjónustu í Skagafirði. Á sama tíma mátti lesa viðtöl í fjölmiðlum við forsvarsmenn þessarar einkareknu heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greina mátti mikla ánægju með ný verkefni fyrirtækisins sem kölluðu á ráðningu fleiri hjúkrunarfræðinga til að sinna þeim.
Meira

Ræða flutt við messu í Ábæjarkirkju 2. ágúst 2015

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. "Hvar skal byrja? hvar skal standa? hátt til fjalla? lágt til stranda.“ Þannig spyr sr. Matthías Jochumsson í fyrsta erindi sínu í ljóðinu Skagafj...
Meira

Landsbankinn allra landsmanna?

Forsvarsmenn Landsbankans hafa gefið það út að líklega verði fyrirhugaðri byggingu á höfuðstöðvum slegið á frest. Ástæðan er sú að margir hafa tjáð sig um málið og gagnrýnt fyrirhugaða byggingu. Það er vel að forsvarsm...
Meira

Landhelgi Íslands

Það er ekki ýkja langt síðan, og enn í fersku minni margra, baráttan fyrir því að fá landhelgi Íslands viðurkennda og færða út í það form sem nú er. Áður en það gerðist, fiskuðu aðrar þjóðir hér upp undir landsteina ...
Meira

Gömul og ný loforð um orku Blönduvirkjunar

Mikið er rætt og skrafað um áform um iðnaðaruppbyggingu í Skagabyggð og kröfu Húnvetninga um nýtingu staðbundinna auðlinda í heimabyggð, þ.e. orku Blönduvirkjunar. Einstaka þingmenn og ráðherrar hafa tjáð sig um málið og þ...
Meira

Þeim er ekki sjálfrátt

„Vesalings aumingjarnir. Þeim er ekki sjálfrátt.“ Heyrði ég áður sagt um þá sem voru svo heimskir og andlega fatlaðir að þeir komu sér og öðrum, æ ofan í æ, í allskonar vandræði með vanhugsuðum afhöfnum og mistökum. E...
Meira

Hafist handa við Sundlaug Sauðárkróks

Fyrir byggðaráði Skagafjarðar liggur tillaga um að hafinn verði undirbúningur að enduruppbyggingu Sundlaugar Sauðárkróks á núverandi stað í hjarta bæjarins, ásamt leik- og útivistarsvæði. Ennfremur að Sveitarfélagið setji fr...
Meira