Aðsent efni

Kardimommubærinn á Króknum

Svei mér, ekki aftur. Ekki aftur Thorbjørn Egner, hvað sem leikritið nú heitir. Karíus, Dýrin, Kardimomman. Nei takk. Er ekki til neitt af nýjum, íslenskum leikritum handa börnum, spurði ég mig, er ekki til urmull af nútíma leikritum? Jú, Leikfélag Sauðárkróks hefur af og til sviðssett önnur barnaleikrit, jafnvel íslensk. En það virðist samt sem leikritin hans Egners liggi höndinni næst þegar skemmta á börnum á Íslandi. Heima í Þýskalandi er „Die Räuber von Kardemomme“ varla að finna á leikskrá leikhúsa.
Meira

Pælingar um styrktarsjóð

Fyrir þó nokkrum árum var tekin sú ákvörðun meðal einhverra að fyrirtæki/stofnanir í bænum skipuleggðu árshátíðir sínar í kringum styrktarsjóðsballið til að hjálpa og styrkja styrktarsjóðinn. Yfirleitt var matur í félagsheimilinu og fólk fór svo beint á ball, þannig miði á ball var innifalin í árshátíðarverðinu og því voru einstaklingar að styrkja gott málefni á sama tíma og þeir gerðu sér glaðan dag. Í dag er þetta að breytast og æ fleiri fyrirtæki/stofnanir eru að draga sig frá þessu fyrirkomulagi sem veldur því að færri en ella fara á ball.
Meira

Tekist á um rammaáætlun

Gríðarleg átök urðu um rammaáætlun á síðasta þingi þegar meirihluti atvinnuveganefndar gerði það að tillögu sinni að farið yrði í fleiri virkjanakosti en verkefnastjórn þriðja áfanga hafði lagt til við ráðherra að yrðu nýttir. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, hafði áður sett átta virkjunarkosti í flýtimeðferð og tók með því fram fyrir hendur verkefnisstjórnarinnar sem lagði einungis til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk. Meiri hluti atvinnuveganefndar kom með breytingartillögu þar sem lagt var til að fjórir kostir færu í nýtingu án lögformlegrar meðferðar í verkefnastjórninni. Áður hafði meiri hlutinn gert munnlega tillögu um að sjö virkjanakostir færðust í nýtingarflokk en hraktist undan andstöðu niður í fjóra í endanlegri tillögu sinni. Þar var meðal annars lagt til að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðri Þjórsá, sem báðar eru í biðflokki og hafa verið mjög umdeildir virkjunarkostir, yrðu byggðar en virkjanasinnar hafa lagt mikla áherslu á að koma allri neðri Þjórsá í nýtingarflokk í því skyni að útvega orku til nýrra stóriðjuframkvæmda.
Meira

Bleikur október

Krabbameinsfélag Skagafjarðar hefur frá byrjun tekið þátt í árveknisátaki októbermánaðar og lýst hinar ýmsu byggingar bleikar. Í ár er Heilbrigðisstofnunin, Sauðárkrókskirkja og Ólafshús lýst bleik. Auk þess býðst fólki að fá bleika filmu hjá félaginu ef það vill lýsa sín hús.
Meira

Er eina lausnin að flytja burt? - Opið bréf til Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps

Foreldrar ungra barna í Varmahlíð og nágrenni eru að vakna upp við þann vonda draum að trygga daggæslu fyrir börnin þeirra er ekki að finna í Varmahlíð eða nágrenni. Leikskólinn er sprunginn og þar eru komin mörg börn á biðlista. Eina dagmóðirin sem starfandi er í Varmahlíð mun hætta störfum frá og með 1. nóvember og er fólk farið að sjá fram á að þurfa að segja upp starfi sínu vegna vandans.
Meira

Til íbúa á skólasvæði Varmahlíðarskóla og annarra í Skagafjarðarsýslu

Þetta er neyðarkall frá leikskólastjóra Birkilundar um aðstoð við að finna annars vegar bráðabirgðaúrræði og hins vegar varanlega lausn á húsnæðismálum leikskólans í Varmahlíð. Fólk er í verulegum vandræðum og jafnvel farið að hugsa til þess að flytja úr héraði af því það fær ekki vistun í leikskólanum. Því leita ég til ykkar í von um hugmyndir og stuðning.
Meira

Heilbrigðisþjónusta í Skagafirði kemur okkur öllum við

Góð og örugg heilbrigðisþjónusta skiptir Skagfirðinga sem og aðra landsmenn gríðarlega miklu máli. Í raun má segja að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu ráði miklu um búsetu fólks. Gildir það jafnt um börn og barnafólk sem og eldri borgara okkar sem gjarna á efri árum þurfa að búa sem næst góðri læknisþjónustu. Við höfum átt því láni að fagna hér í Skagafirði að við Heilbrigðisstofnunina vinnur frábært starfsfólk. Hinsvegar höfum við því miður þurft að horfa á bak heilu þjónustusviðunum frá Heilbrigðisstofnunni vegna niðurskurðar og skipulagsbreytinga á landsvísu. Í þeim hremmingum höfum við einnig misst vel menntað og hæft starfsfólk.
Meira

Af gefnu tilefni

Þar sem Feykir er til umræðu á öðrum stað í blaðinu vil ég koma á framfæri nokkrum atriðum og svara gagnrýni sem fram kemur í aðsendri grein Arnar Ragnarssonar framkvæmdastóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Meira

Um heilbrigðisþjónustu í Skagafirði

Í næstsíðasta tölublaði Feykis, 10. september sl. vöktu athygli frétt af bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og grein eftir Bjarna Jónsson sveitastjórnarfulltrúa VG og óháðra. Í báðum þessum skrifum er fullyrt að verið sé að skerða heilbrigðisþjónustu í Skagafirði.
Meira

Samþjöppun í mjólkurframleiðslu

Mikil þróun og framfarir hafa verið í kúabúskap og mjólkurframleiðslu undanfarin ár. Búin hafa stækkað og tækniframfarir orðið miklar og mörg bú hafa tekið róbóta í sína þjónustu og er það ánægjulegt og mikilvægt að greinin geti þróast og vaxið svo hún geti orðið sem best samkeppnisfær við aukinn innflutning og aukið vöruúrval og þjónað neytendum sem best. Sá hluti búvörusamningsins sem snýr að mjólkurframleiðslunni rennur út í lok næsta árs og undirbúningur að gerð nýs samnings er hafinn. Í því ljósi vakna ýmsar spurningar um hvernig stuðningi við greinina verði háttað í nýjum búvörusamningi þar sem miklar breytingar hafa verið í greininni undanfarin ár.
Meira