Aðsent efni

Stórt skref til framtíðar

Uppbygging á 2300 leiguíbúðum er rétt handan við hornið en önnur umræða um frumvarp um almennar félagsíbúðir fór fram á Alþingi í vikunni. Þessi mikilvæga uppbygging er því rétt handan við hornið. Þetta er ein sú mesta uppbygging sem verið hefur á leigumarkaði frá árinu 1965 eða þegar Breiðholtið var byggt. Nú er tekið stórt skref til framtíðar með gríðarlegri uppbyggingu og stöðugleika á leigumarkaði. Hér er um að ræða uppbyggingu á kerfi þar sem stuðlað er að félagslegri blöndun íbúanna.
Meira

Pælingar um álver

Álverið á Hafursstöðum hefur verið á vörum margra undanfarna mánuði og eru skoðanir manna misjafnar. Umræðan um þetta málefni síðasta sumar var í þá átt að ég hélt að þetta væri klappað og klárt og að fyrsta skóflustungan væri á næsta leiti. En þegar ég fór að kynna mér málið nánar komst ég að því að svo er ekki raunin.
Meira

Mat á skólastarfi í Skagafirði

Fræðsluþjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar vinnur að verkefni sem ber yfirheitið „Innra og ytra mat í leik- og grunnskólum í Skagafirði“ og hófst í júní 2015.Verkefnið er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins. Styrkurinn, sem er veittur til tveggja ára, mun standa undir öllum ferðakostnaði og umsýslu verkefnisins og áætluð verklok eru í ágúst 2017.
Meira

Fullkominn farsi í höndum Leikfélags Sauðarkróks

Leikritið Fullkomið brúðkaup hefur verið sett upp hjá hundruðum leikhúsa um allan heim, eins og fram kemur á heimasíðu höfundar, Robins Hawdon. Fullkomið brúðkaup er fullkominn farsi, eða eins og í leikskrá er haft eftir höfundinum: „Góður farsi þarf m.a. að bjóða upp á hraða, fullt af misskilningi, fyndni, framhjáhöld, ást og hurðaskelli.“ Auk þess, þar sem þetta er erlent leikrit, þarf þessi farsi að bjóða upp á mjög færan þýðanda, húmorista sem kann að draga fram kómiska hlið af hverju einasta orði íslenskrar orðabókarinnar en sá reynslubolti er enginn annar en Örn Árnason. Ég held að textagerð farsa sé ennþá flóknara og meira krefjandi en að semja handrit fyrir drama, en það má vera rangt. En vindum okkur að brúðkaupinu, förum okkur í Bifröst á Sauðárkróki í boði Leikfélags Sauðárkróks og bíðum spennt.
Meira

Dreifikerfi raforku verði í almannaeigu

Dreifikerfi raforku er ein af grunnstoðum samfélagsins eins og vegakerfið til ferðalaga og flutninga. Til þess að fara með svokallaða eignarhluti í þessu almannaþjónustu fyrirtæki sem síðan fékk nafnið Landsnet voru hlutirnir skráðir á orkuframleiðslufyrirtækin i landinu sem voru alfarið í opinberri eigu: Landsvirkjun 65%, Rarik 22%, Orkuveita Reykjavíkur 7 % og Orkubú Vestfjarða 6%. Hagnaður Landsnets nam 4 milljörðum króna 2015 og eignaraðilar greiddu sér 400 milljónir króna í arð sem hefði verið betur varið í að bæta afhendingaröryggi raforku til almennings og fyrirtækja í landinu...
Meira

Blönduós heilsueflandi bær

Íbúar bæjarins hafa flestir orðið varir við verkefnið okkar „Heilsudagar á Blönduósi“ sem stóðu yfir frá 8.-18. apríl. Markmiðið með þessum flottu dögum var einfalt. Að hvetja fólk til að huga vel að heilsunni og hreyfa sig markvisst sem tókst svo sannarlega. Verkefnið var ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, leik- og grunnskóla, vinnustaði og eldri borgara og stuðla þannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum.
Meira

Tölum ekki um „jaðarinn“ tölum um viðhorf

Ég las viðtal við fyrrverandi Alþingismann þann 4. apríl sl. og það setti að mér óhugnað. Þar talar þessi fyrrverandi ráðamaður okkar Íslendinga um að venjulega, vinnandi fjölskyldufólkið sé ánægt með þann stöðugleika sem er í samfélaginu í dag. Þegar hann var spurður út í mótmæli um 20.000 Íslendinga, gerði hann lítið úr þeim, kenndi góðu veðri um að fólk hefði verið að flækjast á Austurvelli. Hann átti þá sennilega við að þetta venjulega, vinnustritandi fjölskyldufólk sem óvart hefði villst inn í mótmæli „jaðarins“, því svo sagði hann „Það eru til öryrkjar og veikt fólk, sem alltaf er að verða minna af, en þarf samt að laga“. Þá taldi hann sig hafa sagt nóg um þann þjóðfélagshóp og sagði: „Ef við hættum að tala um jaðarinn og tölum bara um massann“.
Meira

Nokkur orð til umhugsunar

Uppi eru hugmyndir um byggingu 120 þúsund tonna álvers við Hafurstaði í Skagabyggð í samvinnu við kínverska aðila. Hafa sex sveitarfélög á Norðurlandi vestra undirritað viljayfirlýsingu um byggingu álversins í samvinnu við kínverskt fyrirtæki, NFC, sem hyggst fjármagna álverið að stórum hluta. Hefur ríkisstjórnin veitt 30 milljónum af fjárlögum þessa árs til undirbúnings verkefninu.
Meira

Spilavíti eru „Víti til varnaðar“

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að lögleiða spilavíti eða spilahallir, sem er fínna orð yfir sama hlut. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði leggjumst alfarið gegn lögleiðingu spilavíta og teljum það auka þann gífurlega vanda sem spilafíkn er og vinna gegn lýðheilsusjónarmiðum. Flutningsmenn frumvarpsins eru þingmenn úr röðum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og úr Bjartri framtíð.
Meira

Hagnaðinn til neytenda

Þessa dagana heyrum við fréttir af gríðarlegum hagnaði viðskiptabankanna þriggja, þ.e. Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka. Samanlagt tóku þeir inn 80 milljarða króna hagnað á síðasta ári og er hagnaður þeirra þriggja frá hruni 370 milljarðar. Þessi hagnaður kemur á sama tíma og þessir sömu viðskiptabankar hafa verið að bæta við þjónustugjöldum og í mörgum tilfellum að hækka þau þjónustugjöld sem fyrir voru. Má þar meðal annars nefna úttektargjald, hraðbankagjald, svargjald bankaþjónustu, greiðslugjald, kortagjald og svona er hægt að telja áfram. Þessir gjaldaliðir eru um 30 talsins.
Meira