Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-2015 - Örstutt gláp á tölur

Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001 og 2015.
Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001 og 2015.

Fyrir töluótt fólk getur verið fróðlegt að glugga í íbúatölur enda kemur margt athyglisvert í ljós þegar þær eru skoðaðar betur. Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-15 er hér til lauslegrar skoðunar, skipt niður eftir þéttbýlisstöðum og dreifbýli. Íbúaróunin er eitthvað misjöfn innan landshlutans en almennt fækkar íbúum á öllu svæðinu. Alls um 850 manns á 15 árum eða rúm 10%. Slík fækkun íbúa er væntanlega verðugt umhugsunarefni.

Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra

Allir vita að Norðurland vestra er mikið landbúnarsvæði og samfara fækkun og stækkun býla þá fækkar verulega íbúum í dreifbýlinu. Þróunin hefur verið í þá átt í marga áratugi allsstaðar í dreifbýli á landinu. En það fækkar ekki bara í dreifbýlinu, næst fækkar í minni sjávarplássum svo að seinustu einnig í stærstu þéttbýlisstöðunum. Lengi vel m.a. á árunum kringum 1990 náði jöfn og þétt fólksfjölgun á Sauðárkróki að vega upp á móti fækkun í dreifbýli a.m.k. í Skagafirði. Á þessari öld er ekki slíku að heilsa og fækkar einnig íbúum á Sauðárkróki þó hlutfallslega minna en annars staðar. Tveir þéttbýlisstaðir láta verulega á sjá frá aldamótum. Tæplega helmings fækkun íbúa er á Laugarbakka og rúmlega 20% fækkun á Skagaströnd. Á fyrstu árum eftir dýfuna 2008 hægði alls staðar verulega á fólksfækkun (jafnvel fólksfjölgun á sumum stöðum) en allra síðustu ár fækkar sem aldrei fyrr.

Er þessi fækkun eðlileg í samfélagi sem byggir stóran hluta afkomu sinnar á landbúnaði og sjávarútvegi? Getum við kannski þakkað fyrir að fækkunin sé ekki enn meiri, þ.e. öflug varnarstaða? Verður fækkunin 10% á næstu 15 árum?

 

Hjalti Þórðarson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir